Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 104
98
M 0 R G U N N
spiritistiska skýringin er viðurkend eða ekki, ætti ekki
að skifta neinu máli í augum hleypidómalausra manna,
því að hún hefir sýnt raunhæft gildi sitt, og hana má
nota sem bráðabirgðar-skýringu. Staðreyndin, sem alt
veltur á, er lækningin. Þegar dr. Schiller var í New
York í desember 1926, sagði hann við mig, að gagnsemi
þessarar aðferðar yrði að dæmast eftir því, hve margir
læknuðust. Eg svaraði því til, að þá 10 mánuði, sem eg
hefi aðstoðað Dr. Bull, hefðu allir þeir sjúklingar, sem
sótt hefðu lækningar nógu lengi, læknast.
Dr. Bull getur ekki fengist við marga sjúklinga
þessarar tegundar í einu. Þeim, sem ekki geta borgað,
veitir hann læknishjálp sína ókeypis og borgar sjálfur
miðlinum. Miðillinn getur ekki látið honum í té nema 3
eða 4 fundi á viku, með því að hún verður að annast
heimili sitt. Auk þess hefir hún sérstakar æfingar til að
þroska gáfur annara miðla. Það tekur langan tíma að
lækna flesta sjúklingana, þar sem dr. Bull á svo erfitt
aðstöðu; hann skortir útbúnað, fé og verustað handa
sjúklingunum, meðan hann er að lækna þá. Oft hafa
heimilisástæður sjúklinganna átt mikinn þátt í heilsu-
biluninni. Samt verður sjúklingurinn að snúa aftur til
heimilis síns, milli hinna vikulegu lækningatilrauna, og
vill þá stundum aftur sækja í sama horfið. Skeytasend-
endur flokksins hinum megin fullyrða, að þeir gætu tek-
ið sumar truflandi verurnar fljótlega burt, og síðan
sjálfir annast fræðslu þeirra, en þá sé afar hætt við, að
svo snögg fjarlæging lami sjúklinginn um tíma, og
mundi hann þá þarfnast þeirrar umhyggju og uppörf-
unar, sem ekki er fáanleg á heimilinu. Þeir minna líka
á, í sambandi við einn sjúkling, sem gengið hefir óvenju-
lega tregt að lækna, að þegar Doris Fischer var læknuð,
hafi tvær manneskjur haft stöðugar gætur á henni um
3gja ára skeið, til þess að fá því framgengt, sem dr.
Bull er að reyna að gera með vikulegum lækningatil-
raunum, án þess að geta séð um sjúklinginn þess í milli.