Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 105
M O R G U N N
99
Sá sjúklingur, sem hér um ræðir, er karlmaður, sem varð
geðveikur við að fá högg á höfuðið fyrir rúmum 17
árum.
Þrátt fyrir slíkar tálmanir, sem eg hefi minst á,
miðar starfseminni vel áfram, þótt hægt fari. Það er
undravert, hve miklu hefir verið komið í verk. Þrátt
fyrir hleypidóma manna gegn spíritistisku skýringunni,
hafa fáeinir menn reynst svo frjálslyndir, að þeir viður-
henna hið raunhæfa gildi þessarar lækningaraðferðar.
Alveg nýlega spurði læknir einn mig um þessa starf-
semi. Þegar eg hafði sagt honum það, sem eg vissi um
hana, hrutu fram úr honum þessi kýmnisorð óafvitandi:
>»Ekki trúi eg á anda, allra sízt á illa anda, en ef það
hrífur, þá hirði eg ekki um, hvað þið kallið það.“ Og
hann sendi undir eins sjúkling til dr. Bulls — sjúkling,
sem hann sagðist enga hjálp geta veitt sjálfur.
Ef gera ætti tilraun til þess að fá staðfesting á
öllu því, sem sagt er gegnum frú Duke, mundi það ærið
starf fyrir einn eða tvo menn. Það, sem dr. Bull lætur
sig mestu skifta, er lækning sjúklingsins, og hann reyn-
ir lítt til að sanna samsemd þeirra, er vart við sig gera.
eða að fá staðfesting á upplýsingum, sem snerta ekki
beinlínis lækninguna. En samt sem áður fæst sjálfkrafa
staðfesting á mörgu á fundunum sjálfum, eftir því sem
f Þður. Þeir sem hafa eingöngu áhuga á endurminn-
uigasönnunum og sönnunum fyrir því, að þekkingin, sem
kemur fram hjá miðlinum, sé fengin með yfirvenjuleg-
u*n hætti, munu finna nægilegt af slíkum sönnunum,
fáist þeir til að lesa skýrslurnar.
Ályktanirnar, sem draga má af þessum skýrslum,
eru svo margvíslegar og svo víðtækar, að vel mætti
skrifa nýstárlega bók um heimspekilegt mikilvægi
þeirra. Þær vekja menn til hugsunar um margt, og
emkanlega um það, hvort hyggilegt sé að taka menn
af lífi, og hvort það komi að tilætluðum notum. Því að
hað virðist bersýnilegt af fundarskýrslum dr. Bulls, að
7*