Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 106
100
M 0 R G U N N
aftaka glæpamannsins bindi ekki enda á starfsemi
hans, heldur losi hann og veiti honum meira svigrúm
Samtal ritstjórans við Mr. Barron P. Lambert
í Park Lane Hotel í London 25. maí 1927 um aðferð
dr. Bulls.
Verurnar, sem trufluninni valda, vita oft ekki af
því, að þær eru að gera sjúklingunum tjón, og þær virð-
ast vera svo fullar af hugsunum um sjálfar sig og eigið
böl sitt, að þær hugsa alls ekkert um heilsu sjúklingsins
eða siðferðilegan rétt hans til að ráða sjálfur yfir sér.
Hr. Bull talar við ])ær via miðilinn, eins og þær
væru þarna holdi klæddar, og spyr þær, hvort þær vilji
þiggja hjálpina. Sýnir fram á tjón sjúklingsins, og tjón
sjálfri sér. — Ef þær vilja fara, aðstoða hjálpendurnir þá.
og leiða (reynsla vor hér heima, er vér þektum ekkert inn
í þetta). — Dr. Bull lætur sér ant um að lækna báða:.
sjúklinginn og veruna, sem truflar.
Veit stundum ekki, að hún er ,,dáin“. Ef maðurinn
hefir verið lamaður eða hneigður fyrir eiturlyf hér í lífi,.
þá finst honum hann vera enn í hinum sömu ástríðufjötr-
um. Hjálpendurnir sýna honum nú fram á, að hann geti
losnað undan þeim.
Hér erum vér á leið að fá sannað: 1) að vér eigum
hér við sálir framliðinna manna, 2) hagnýting sálrænn-
ar þekkingar í þarfir þeirra, sem haldnir eru, 3) ljós
dæmi þess, hve röng merking hefir verið lögð í hugtakið
„illir andar“ (stjórnendur I. I. bönnuðu að nota það orð
— vildu hafa ,,vesalingar“).
Eina syndin — sjálfselskan.
Dr. Carl A. Wickland hefir skýrt frá sams konar
reynslu.