Morgunn - 01.06.1928, Page 108
102
MORGUNN
af ótta við menn, spott þeirra og óvild gegn starfinu. En
hún stafar miklu meira af hræðslu við starfið sjálft, ótta
sálrænu mannanna og ótta þeirra, sem að þeim standa
með einhverjum hætti.
Nú getur enginn ágreiningur verið um það, að hætta
getur stafað af miðilstilraunum. Mér vitanlega er enginn
sá hlutur til og ekkert það starf til í þessari veröld, sem
ekki getur stafað hætta af. Eldkveikjan er líklegast merki-
legasta uppgötvun mannanna. Eg þarf ekki að fjölyrða
um það við ykkur, að af henni getur stafað mikil hætta.
Öll áhöldin, sem vér notum á þessu menningarstigi mann-
anna, geta valdið oss hættu. Siglingarnar eru ein af þörf-
ustu athöfnum mannanna. Ykkur er öllum kunnugt um,
að þær eru ekki að sjálfsögðu hættulausar. Trúræknin er
einn af yndislegustu eiginleikum mannanna, en hún get-
ur orðið að brjálsemi. Svona mætti halda áfram miklu
lengur en nokkur okkar mundi endast til. Hættan er ekk-
ert séreinkenni á miðilstilraunum. Iiún er sameiginlegt
einkenni alls á þessari jörð.
Eg ætla ekki í kvöld að tala um þær hættur, sem
af tilraunum kunna að stafa. Eg ætlast til, að það, sem
eg fer með, verði nokkur bending um þá hættu, sem af
því getur stafað að leggjast tilraunir undir höfuð, þegar
þeirra er þörf, og af því að vanrækja að kynna sér sálar-
rannsóknamálið. Eg ætla að lesa ykkur eitt dæmi þess,.
sem mér finst mikils um vert, og sá lestur verður aðal-
efni ])ess, sem eg segi nú, þó að eg hafi hugsað mér að
hnýta við það mál nokkurum athugasemdum. Eins og
kunnugt er hér í félaginu, er nú haldið uppi reglubundn-
um tilraunafundum, sem félagsmenn eiga aðgang að, eft-
ir því sem þeir geta komist að, fundum, sem mikið er
sózt eftir að komast á. Miðillinn er Andrés P. Böðvars-
son. Hann hefir áður í þessu félagi gert ofurlitla grein
fyrir þeim örðugleikum, sem urðu á vegi hans, vegna
hinna sálrænu hæfileika sinna, áður en hann fór að fást
við tilraunir, og sú frásögn hans var prentuð í Morgni-