Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 110
104
MORGUNN
Hálfu öðru ári síðar vorum við trúlofuð. Mér finst
rétt að minnast hér á tvo gesti, sem heimsóttu mig þá,
sinn í hvoru lagi. Þeir höfðu báðir notið minnar hjúkrun-
ar sem sjúklingar, og þeim var vel við mig. Báðir komu
þeir til þess að vara mig við þessum ráðahag. Eg ætla
að segja frá samtalinu við annan þeirra. Það var líkt
við þá báða, og báðir höfðu í raun og veru sömu söguna
að segja.
Maðurinn sagði mér, að unnusti minn væri, „svo
undarlegur". Eg spurði hann, í hverju þessi „undarleg-
heit“ væru þá fólgin. „Það er eins og hann sé ekki al-
mennilegur“, segir hann ]>á. Hann sé kynlega uppstökk-
ur stundum. Fyrir komi það, að hann geti ekki vaknað.
Einu sinni hafi verið slegið framan í hann blautum sjó-
vetling, þegar aðrar tilraunir til þess að vekja hann hafi
reynst árangurslausar; þá hafi hann rekið upp hljóð, og
ekki komist á fætur þann dag, og ekki heldur svarað
neinu þann daginn því, sem á hann var yrt. Þetta væri
ekki neitt undantekningaratvik, ]>ví að svona hefði hann
þráfaldlega verið, og stundum, þegar hann hefði setið við
færið sitt, hefði hann starað út í bláinn eins og utan við
sig, ekki svarað ]>ví, sem við hann var sagt, og ekkert þá
hægt við hann að eiga. Báðir töluðu þeir að öðru leyti vel
um hann, lýstu honum sem góðum dreng, greinagóðum
manni, og röskum sjómanni. En þeim fanst ]>að mjög var-
hugavert fyrir mig að sleppa góðri stöðu og bindast slík-
um manni — þó að þeir vissu að öðru leyti ekkert annað
en gott um hann að segja.
Það stendur í „Syndum annara“, að enginn lifandi
maður fari eftir ])ví, sem honum er ráðið til. Að minsta
kosti var svo um mig. Mér kom ekki til hugar að fara
eftir þessum ráðleggingum, enda hafði eg ekki kynst
neinu um mannsefnið, sem gaf mér réttmæta ástæðu til
þess að bregðast loforði mínu við hann — né heldur hefi
eg kynst neinu þess háttar fram á ]>ennan dag.
Frá einu atviki í tilhugalífi okka’’ ætla eg að segja.