Morgunn - 01.06.1928, Síða 112
106
M 0 It G U N N
eg yrti á hann, en fór að tala um, að svona hafi skipið
„Valtýr“ farist, og gat um sérstök atvik í því sambandi.
Þegar þetta gerðist, voru menn farnir að vonast eftir
þessu skipi, en ekkert hafði af því frézt. Fáum dögum
áður hafði Andrés sagt mér, að hann væri hræddur um,
að það hefði farist, því að hann kvaðst þá hafa mætt
skipshöfninni hér á götunum, og ætlað að tala við skip-
verja, en þá hefðu þeir horfið.
Eg fann það undir eins, þegar eg fór að vera með
manninum mínum, að svefni hans var eitthvað óvenju-
lega háttað. Eg man ]>að, að nokkurum kvöldum eftir að
við vorum gift, sat eg við rúm okkar með vinnu mína,
en maðurinn minn var háttaður. Hann hafði talað um, að
hann væri svo þreyttur, og háttað fyr en venja hans
var. Eg tók þá eftir því, stuttu eftir að hann sofnaði, að
andlit hans fór að breytast. Allir drættir skýrðust, og það
var eins og andlitið alt stækkaði. Sérstaklega sýndist mér
ennið verða svo kúpt. Augun voru opin, og mér virtust
þau mikið stærri en þau áttu að sér. Bjart var yfir svip
hans, og eg sá ekki annað en að honum liði mjög vel.
Líka tók eg eftir því, að eg heyrði engan andardrátt.
Hann lá alveg hreyfingai'laus. Hjartslátturinn var mikið
hægur, en reglulegur. Eg tók nákvæmlega eftir öllu út-
liti hans. Góða stund var það alveg breytingarlaust,
þangað til eg sá, að hann fór að hreyfa varirnar, eins og
hann væri að tala við einhvern. Líka hló hann glaðlega.
Sérstaklega fanst mér elskulega bjart yfir öllu andliti
hans, en engin orð gat eg heyrt. Þetta svefnástand hans,
sem eg kallaði svo, hélzt % úr kl.stund. Þá fór hann að
draga að sér andann, samt með löngu millibili — og seg-
ist svo vera „kominn aftur“. Eg spurði hann, hvort hann
hefði farið í ferðalag. Hann játaði því. Eins spurði eg
hann um líðan hans. Hann sagði, að sér liði vel. Það sá
eg, að enn var hann ekki eðlilega vaknaður, því að andar-
dráttur hans var enn með löngu millibili, og andlitið var
ekki heldur eðlilegt. Mig langaði til að vita, hvort hann