Morgunn - 01.06.1928, Síða 118
112
M 0 K G U N N
vinkonur mínar, sem þennan dag voru hjá mér, höfðu
verið alveg í vandræðum með að halda honum vakandi,
höfðu sagt mér, að það væri ekki eiginlega gaman að
eiga við manninn minn og óviðfeldið að tala við hann.
Eg hafði beðið þær að lofa honum að vera í friði. En
þær ófáanlegar til þess, vildu ekki að hann færi að sofa
þar sem hann stæði. Þetta sama kvöld lagði hann af
stað til læknis hér í bænum. Ekki þorðu þær, að hann
færi einn út og sehdu stúlku á eftir honum til þess að
gæta þess, hvað af honum yrði. Stúlkan sagði, að hann
hefði gengið svo hart, að hún ætlaði ekki að hafa við hon-
um, og hann fór beina leið til þessa læknis. Síðar sagði
hann mér, að hann hefði ekki vitað af sér í þessu ferða-
lagi, fyr en hann hefði verið kominn inn í forstofuna hjá
lækninum og skollið þar niður. Þá rankaði hann við sér,
og áttaði sig á því, hvert hann var kominn.
Einn húseigandi, sem við leigðum hjá um tíma, hafði
það fullkomlega á orði, að sér væri ekki um að leigja
okkur, því að maðurinn minn væri svo undarlegur. Hann
vildi helzt ekki hafa andatrúarmenn í húsi sínu, sem
„tómir draugar“ fylgdu. Maðurinn minn varð var við
margt í því húsi, og oft honum til óþæginda. Þrásinnis
fanst honum svo fullur gangurinn inn í húsið, að hann
komst ekki inn. Og stundum fanst honum það svo ískyggi-
legt, sem hann varð var við, að hann þorði ekki einu sinni
inn að fara, bankaði þá á glugga, ]^ó að dyrnar væru
ólokaðar, og bað mig að koma út. á móti sér, sagði, að
það færi, sem hann hræddist, ef eg kæmi fram. I því
húsi leið honum aldrei vel.
Eg fann, að heilsu hans var að hnigna. Hann kvart-
aði stöðugt um þreytu, þó að um litla vinnu væri að tefla.
Mér fanst það ekki óeðlilegt, því að svo mikið virtist mér
hann líða við þessi áhrif, sem eg hefi sagt frá. Oft talaði
eg um það við hann, að eg væri svo hrædd við þetta dul-
arfulla ástand hans. Eg bað hann að tala um þetta við
lækni, til þess að reyna að komast eftir því, hvort ]ætta