Morgunn - 01.06.1928, Side 130
124
M O 11 GUNN
veruleg rækt væri lögð við miðlana. Eg á við miðla, sem
geta komið að ómetanlegum notum, þó að ekki gerist hjá
þeim allra furðulegustu táknin og stórmerkin.
Og hvers vegna eru svo fáir, sem þekkingu hafa á
að leiðbeina? Það er vegna þess, að menn vanrækja að
leita sér fræðslu um málið. íslendingar eru vafalaust fróð-
leiksfúsir menn yfirleitt. Þeir leita sér þekkingar á furðu-
lega mörgum efnum. En þeim hefir of fáum orðið það
Ijóst, að þeir eiga að afla sér þekkingar á sálarrannsókna-
starfinu. Ekki getur verið ókleift að öðlast þekkingu á
allra einföldustu atriðunum — eins og því atriði, að ekki
má fara að hrista menn og skaka, þegar þeir eru að fara
í sambandsástand, eða eru komnir í ])að.
Að lokum finst mér eg geti ekki hjá því komist að
víkja örfáum orðum að læknunum. Það er mjög fjarri
mér að gera lítið úr læknum þessa lands. Til ]>ess hafa
þeir unnið ])jóð vorri of mikið gagn. En mér virðist brýn
nauðsyn á ]>ví, að þeir kynni sér sálarrannsóknirnar frá
þeirri hlið, sem eg hefi talað um í kvöld, fleiri en það
hafa gert hingað til. Það er vafalaust afarmikilsvert. Til
þeirra liggur leið manna, ])egar eitthvað ber út af um
heilsuna. Þó að þeir séu enn of fáir hér á landi, sem
þekking hafa á sálarrannsóknum og miðlum, þá eru þeir
þó nokkurir. Og mér finst tæplega viðunandi, að lækn-
arnir hafi ekki eins mikið vit á málinu, að ])ví er til heilsu
manna kemur, eins og ólæknisfróðir menn.