Morgunn - 01.06.1928, Page 131
MORGUNN
125
Rit5tjóra-rabb fDorguns
um hitt og þetta.
Á Við fráfall síra Haralds Níelssonar hefir
Morgunn orðið fyrir einhverju því mesta
áfalli, sem tímaritið gat hent. Engum er kunnugra um það
en ritstjóranum, hve miklum vinsældum alt ]>að átti að
fagna, er síra H. N. lagði til ritsins. Stöðugt hafa borist
bréf um það, og alt af hefir ]>að kveðið við í samtali við
lesendurna, hve vænt þeim ]>ætti um alt, sem frá honum
kæmi. Hann unni ritinu af alhug, og var þess ávalt albú-
inn að gera alt fyrir það, sem í hans valdi stóð. Það er
um starf hans við Morgun eins og önnur störf hans, að
eklci er sjáanlegt, hvernig á að fylla skarðið.
Fellur prédik' I}eir eru orðnir nokkuð margir, síðan er
unarstarfið andlát Haralds Níelssonar bar að hönd-
niður? um> sem hafa minst á ]>að við mig, munn-
iega eða bréflega, hvort sú frjálsa prédikunarstarfsemi,
sem hann hóf hér fyrir 14 árum, yrði látin falla niður.
°g óskir þeirra allra, sem að þessu hafa vikið, hafa verið
a eina lund — að menn legðu ekki árar í bát. Mér hefir,
eins og að líkum ræður, orðið ógreitt um svör. Til dæmis
um ])ann áhuga, sem látinn hefir verið uppi, set eg hér
ummæli úr bréfi, sem einn af mentamönnum bæjarins
hefir ritað mér. Hann segir:
Bréfkafli »Mér finst, að sú hugmynd, sem eg heyrði
málið varpað fram jarðarfarardaginn, að Har-
aldssöfnuðurinn ætti að sundrast, hrein-
asta fjarstæða. Mér finst ]>að vera hið mesta böl. Hvert
eiga þeir að fara, sem nú um allmörg ár hafa sótt andlega
salarfæðu sína, trú sína og öryggi til þessara prédikana?
Mér finst það líka vera hin mesta smán og uppgjöf að
leggja þessa starfsemi niður. Eg er líka sannfærður um,