Morgunn - 01.06.1928, Síða 132
126
M O R G U N N
að ekkert hryggir hann meir en að sjá starf sitt falla af
áhugaleysi og smásálarskap. „Haraldssöfnuður" á að
haldast uppi til minningar um prédikarann mikla, sem
næst Vídalín hefir sigrað jjjóðina með sínum brennandi
áhuga og sannleiksþrá. Haraldssöfnuðurinn verður að
haldast uppi til þess að halda áfram frjálslyndri prédik-
unarstarfsemi.....í bráð ætti að mega fá heilan hóp af
vinum og lærisveinum til að halda sína prédikunina hver.
Mér virðist, að þetta jiurfi skjótra aðgjörða við, til þess
að söfnuðurinn tvístrist ekki....Ef strax er starfað,
meðan áhuginn er, má eflaust yfirstíga örðugleikana.
Minning síra Haralds hefir mikinn kraft og þann kraft
á að nota. Haraldssöfnuður á að verða sá minnisvarði,
sem haldi nafni hans á lofti fram til ókominna alda.
Frjálslynd prédikun í samræmi við vísindalega þekking
og hugsjónir hvers tíma á að einkenna söfnuðinn, ásamt
hinum mikla áhuga og sannleiks]>rá, sem einkendi stofn-
anda hans.“
Mér virtist tillagan, sem í þessum bréfkafla er fólg-
in, vera skynsamleg. Ekki er mönnum kunnugt um, að nú
sé fáanlegur neinn einn maður til ]>ess að taka við prédik-
unarstarfi síra H. N., sá er líklegur sé til þess að safna
tilheyrendum utan um sig. Hitt er ekki óhugsandi, að dá-
litlum flokki af gáfuðum og áhugasömum mönnum kynni
að takast það. Og mér fanst, að eðlilegast væri, að læri-
sveinar hans hefðu forgönguna. Fyrir ]jví sneri eg mér
til eins af hinum mikilhæfustu lærisveinum hans og lagði
málið fyrir hann. Hann tók ]>ví vel, en sagði, að ekki væri
unt að gera neina ályktun um ]>að, fyr en undir haustið.
Nýju hugsaii- Hinar nýju trúmálahugsanir, sem standa
irnar staðið vel í sambandi við sálarrannsóknir og nýja
að vigi. guðfræði, hafa staðið alveg einkennilega
að vígi hér á landi, af því að vér höfum átt mann eins og
síra H. N. Það var ekki eingöngu, að hann aðhyltist hinn
nýfundna sannleika. Hann bar líka í brjósti hinn mesta
ræktarhug til kirkjunnar. Hann vildi veita hinum nýju