Morgunn - 01.06.1928, Síða 133
MOBGUNN
127
hugsunum inn í kirkjuna, henni til styrktar, og hann vildi
láta kirkjuna efla hinar nýju hugsanir. Hann hugsaði í
þessu efni líkt og, til dæmis að taka, Sir Oliver Lodge,
sem er ákveðinn kirkjuvinur, jafnframt því sem hann er
sannfærður um, að sálarrannsóknirnar hafi flutt mönn-
unum ómetanleg trúarleg verðmæti. Auðvitað efaðist síra
Haraldur oft um ])að, að unt væri að yngja kirkjuna upp
með nýfundnum sannleik. En hann var ekki vonlaus um
það. Og samkvæmt þeirri von starfaði hann með ]>eim
hætti, sem öllum lndsmönnum er kunnugt.
Sálarrann- Því fer fjarri, að allir sálarrannsókna-
sóknamenn og menn og spíritistar hafi hugsað til kirkj-
kirkjan. unnar líkt og Haraldur Níelsson. Margir
gera það. Fullyrt er, að mikill sægur sé af mönnum á
Englandi, sem hafa veitt hinni nýju opinberun viðtöku
og eru kyrrir í sínum kirkjudeildum. Ekki allfáir eru
prestar ]>ar eftir sem áður. En hinir eru líka margir, sem
hafa sagt skilið við kirkjuna og stofnað nýja söfnuði.
Þeir söfnuðir skifta nú hundruðum á Englandi. Sumpart
er það fyrir ]>að, að kirkjurnar hafa amast við hinum
nýju skoðunum, svo að mennirnir hafa ekki talið sér þar
vært. Sumpart er ]>að vegna þess, að mennirnir hafa ekki
getað unað ]>ví, að lífsskoðun ])eirra væri alls ekki tekin
til greina, en haldið væri að þeim kenningum, sem þeir
telja á engu reistar og rangar. Og nolckuru hefir um vald-
ið megn vantrú á ])að, að kirkjan sé hentug til ]>ess að
gera nýjan sannleika verulega arðberandi — að hættan
sé svo mikil við ])að, að alt stirðni þar í kreddum. Hvar
sem árangur sálarrannsóknanna hefir náð sér verulega
niðri, hefir myndast eitthvað af söfnuðum, þar sem hin-
um nýfundna sannleika er haldið fram ósleitilega, án
nolckurrar hliðsjónar á kirkjunni.
Ráðriki fyrir Hvernig fer um ]>etta hér á landi? Svo
hönd spyrja margir nú og hafa margir spurt
sannleikans. ag undanförnu. X»ví er ekki unt að svara
sem stendur. Ritstjóri Morguns hefir ávalt verið á sömu