Morgunn - 01.06.1928, Page 134
128
MORGUNN
skoðun sem Haraldui' Níelsson um það mál, að stofnun
spíritistiskra safnaða utan kirkjunnar sé neyðarúrræði.
En í þessu sambandi er ástæða til að minna á ummæli
Jakobs Jóh. Smára í þeirri ágætu ræðu, sem hann flutti
á minningarsamkomu S. R. í'1. I. og prentuð er hér fram-
ar í heftinu: „Hann var ráðríkur fyrir hönd sannleikans
— þoldi ekki, að sannleikurinn væri nein hornreka, sem
að eins væri leyft fyrir náð að tylla sér á skákina. Hann
vildi láta sannleikann sitja í öndvegi og alt annað skör
lægra.“ Sama má áreiðanlega segja um ýmsa, sem urðu
fylgismenn H. N. Þeir krefjast ]>ess, að það sé tekið til
greina, sem í þeirra augum er mikilvægur sannleikur. Ef
engum af hinum kirkjulega sinnuðu mönnum auðnast að
fullnægja sæmilega þeim, er nýju skoðanirnar aðhyll-
ast, þá eru fremur líkindi til þess en hitt, að sundur dragi.
,, Ef vel er athugað, er ekki örðugt að ganga
Takn timanna. ,
ur skugga um það, að mikill mannfjoldi
hér á landi hefir litla lyst á prédikunum, sem fluttar eru
frá sjónarmiði gamallar guðfræði. Hér skal, rétt til dæm-
is, bent á tvo atburði, sem áreiðanlega eru tákn tímanna.
Mikilsvirtur prófastur, sem mikið hefir látið bera á íhalds-
skoðunum í trúarefnum, sækir um mannmargt prestakall.
Mörg hundruð atkvæða eru greidd. Af öllum þeim hundr-
uðum fékk prófasturinn 17. Hinn atburðurinn er sam-
tökin á Vífilsstöðum gegn prófastinum, sem messar hjá
sjúklingunum þar, og vitanlega er hinn mætasti maður,
og engin ástæða til að ætla, að þar sé um neinn persónu-
legan kala að tefla.
Sanitökin Frá tilefninu til ]>essara samtaka er skýrt
á Vífilsstöðum. svo Alþýðublaðinu 3. febr. síðastliðinn:
„Nú er yfirgnæfandi meirihluti sjúklinga
mjög óánægður með séra Árna sem prest, finst hann vera
lítill ræðumaður og mjög íheldinn í trúmálum, skirrist
t. d. ekki við að vara sjúklingana við hinum nýrri trúar-
stefnum, og það í prédikunum sínum.“
Ályktun þess efnis, að sjúklingarnir æski þess, að