Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 135
M O R G U N N
129
prófasti verði sagt upp prédikunarstarfinu á hælinu, og
að sjúklingum verði gerður kostur á íhlutun um, hvernig
þeirri starfsemi verði hagað eftirleiðis, var samþykt með
85 gegn 10 greiddra atkvæða. ,,Um 30 sjúklingar greiddu
ekki atkvæði,“ segir blaðið, „og báru því sumir við, að
þeir væru trúlausir og skiftu sér ekki af slíkum málum.
En sumir kváðust aldrei hafa hlýtt á prédikanir séra
Árna, af því að þeir hefðu legið rúmfastir. Einstaka brast
kjark, þegar á átti að herða, að láta álit sitt í ljós.“ Frá-
sögninni hefir ekki verið mótmælt, og óhætt mun að ganga
að því vísu, að hún sé áreiðanleg. Málaleitan sjúklinganna
hefir, að því er oss er sagt, verið send stjórnarráðinu,
en ekkert svar komið við henni.
Eftir að ofanskráð var ritað og sett, hefir fregn
komið um það, að stjórnarráðið hafi úrskurðað, að sjúk-
lingarnir á Vífilsstöðum megi sjálfir kjósa sér prest eða
Presta næsta ár.
Sýnishorn af Sjúklingarnir á Yífilsstöðum eru frá öllu
skoðunum landinu. Fyrir ]>ví er sennilegt, að skoð-
landsmanna. anir þeirra á þessum efnum séu gott sýn-
ishorn af skoðunum landsmanna. Þeir hafa auðvitað betra
færi á að tala sig saman en margir aðrir, eru ekki eins
einangraðir. En ólíklegt er, að frjálshyggja þeirra eflist
serstaklega á spítalanum. Þeir hafa komið með hana með
sér ]>angað. Og ]>að er ekkert furðulegt. íslenzk ]>jóð er
yfirleitt frjálslynd í trúarefnum, leitandi og sannleiks-
elsk. Þó að einstakar raddir kveði við annan tón, og séu
að reyna að æsa menn gegn hinum nýju skoðunum, ])á
er það ókleift verk að íá allan þorra rnanna til ]>ess að
hallast á þá sveifina. Og það er áreiðanlega hyggilegt af
þeim, sem æskja þess, að engin sundurgreining verði, að
hafa þennan sannleika hugfastan.
Aukin gagnrýni Því má ekki gleyma, að nú taka menn
og ákveðnar ]>ví, sem þeim er boðið í trúarefnum, með
skoðanir. miklu meiri gagnrýni en þeir áður gerðu.
Mentun þjóðarinnar hefir aukist, áhuginn á trúmálum
9