Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 136
130
MOltGUNN
hefir stórlcostlega vaxið, og skoðanirnar á þeim hafa orð-
ið margfalt skýrari og ákveðnari. Af ]>essu leiðir tvent:
Eigi prestarnir að geta sæmilega fullnægt tilheyrendum
sínum, verða þeir að leggja miklu meira verk í ræður sín-
ar en títt hefir verið að jafnaði hér á landi. Þær bera
engan árangur, eins og hugum manna er háttað nú orðið,
ef presturinn lítur aldrei í bók alla vikuna og sezt svO'
niður á laugardagskvöldi, ef til vill sárþreyttur eftir ann-
arleg störf, og setur eitthvað saman fyrri part nætur.
Ritstjóra Morguns er allvel kunnugt um starfsháttu síra
Haralds Níelssonar. Svo lærður og fróður maður sem
hann var, svo mælskur sem hann var í ræðu og riti, og
svo leikinn sem hann var í því að koma hugsunum sín-
um í fagran búning, fanst honum óhjákvæmilegt að verja
mjög miklum tíma til prédikana sinna. Hann taldi sjálf-
sagt, að að öðrum kosti yrðu menn leiðir á sér. Hvað mun
þá vera um þá menn, sem hafa margfalt minni þekking
til brunns að bera og eru ekki gæddir jafn-glæsilegum
hæfileikum? Og svo er hitt, að því ákveðnari sem skoð-
anirnar verða, og því meira ástfóstri sem menn taka við
það, sem í þeirra augum er óyggjandi sánnleikur, því
vandfýsnari eru þeir um efnið, sem ]ieim er boðið.
Enskar bcekur
senöar ÍTlorgni.
Mrs. Philip Champion de Crespignyr
Tlie l)ark Sea. London. John Lane tlie-
Bodley Head Ltd.
Mjög er það farið að tíðkast í enskum leikritum og^
skáldsögum, að sálarrannsóknir og sálræn efni séu tekin
]>ar til meðferðar. Ekki er það heldur annað en eðlilegt og“
sjálfsagt, að jafnsterkar hreyfingar og þeirrar, er sálar-
rannsóknirnar og spíritisminn hafa hrundið af stað, verði