Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 138
132
M 0 K G U N N
með óhrekjandi röksemdum, hve tilgáta yðar sé ósennileg.
Og loks er kirkjan; hún sér það, að þessi guðræknislausu
afskifti af eilífum takmörkum, sem almáttugur guð hefir
sett, ]>essi hnýsni eftir leyndardómum, sem hann hefir
falið, stappar mjög nærri ]>ví að vera villutrú, og getur
ekki veitt fyrirætlun yðar stuðning sinn ; það er eins mikið
yðar vegna sjálfs eins og vegna stefnu hennar; sannleik-
urinn er sá, að hún fordæmir ]>etta skilyrðislaust; því að
vér æskjum að bjarga sál yðar, hvort sem yður er ]>að
ljúft eða leitt, frá ]>ví að flækjast inn í villutrú, sem ávalt
hlýtur að vera viðbjóður hverjum góðum syni móður vorr-
ar kirkjunnar. Ríkisi'áðsfundinum er slitið!“
Höf þykir, að hinum nýju landleitarmönnum sálar-
rannsóknanna og spíritismans hafa verið nokkuð líkt tekið
eins og ]>essi spænski ríkisráðsfundur tók Kólumbusi. En
ekki er höf. — sem er hámentuð kona — í neinum vafa
um, að úrslitin muni verða þau sömu eins og í þessu
spænska landaleitamáli: fáfræðin og hleypidómarnir verði
að láta undan síga, og sannleikurinn vinni sigur að lokum.
Sir William Barett: Deatlibi-d Vision.s.
Metliuen & Co. Ltd. London.
Höf þessarar bókar,sem látinn er fyrir skömmu.og var
mjög merkur eðlisfræðingur, en jafnframt einn af braut-
ryðjendum sálarrannsóknanna, vann að ]>ví stuttu fyrir
andlát sitt að safna áreiðanlegum sögum um sýnir manna
rétt á undan andláti þeirra. 1 sumum sögunum er líka
sagt frá ]>ví, er aðrir en sjúklingurinn hafa séð við bana-
sængina. Ályktanir af sögunum eru dregnar af hinni
mestu varfærni, enda er vísindaleg gætni eitt af ]>ví,
sem sérstaklega einkendi höfundinn. En að hinu leytinu
dylst hann ekki þess, að eftir hans skoðun styðji þessi
reynsla, sem frá er skýrt, kenninguna um framhaldslíf
eftir andlátið. Mest sannanagildi af þess konar atburðum
telur hann það hafa, er menn sjá á banasænginni fram-
liðna menn, sem þeir ]>ekkja, en hafa áreiðanlega ekki haft