Morgunn - 01.06.1928, Síða 140
134
MORGUNN
sér einhverjar betri skýringar en ]jær, sem ]>eim hafa
áður fundist beztar. Þetta hefi eg gert, og í hvert skifti
hefir sú skoðun mín styrkst, sem eg var knúður til að að-
hyllast eftir fyrstu rannsóknarárin. Og hér er ástæða til
að taka ]>að fram, að enginn skynsamur maður, sem ritar
bækur um ]>etta mál, á von á því að snúa mönnum, af ]>ví
að lestur einn getur ekki sannfært menn. Venjulega er
reynsla mannanna sjálfra nauðsynleg til þess; svo var
áreiðanlega um mig. En sumir eiga engan kost á því að fá
þessa reynslu, og ]>eim, sem ekki geta það, kann að vera
gagnlegt að fá að vita það, sem aðrir hafa getað rann-
sakað. I>eir sannfærast líklegast ekki við lesturinn, en hann
kann að draga úr þeirri eðlilegu óvild, sem lesendur, eins
og ]>eir gerast flestir, finna til andspænis ]>essum efnum,
sem í fyrstu eru ótrúleg. Menn munu finna það, eftir að
hafa lesið nógu mikið um slík efni, að ]>að sje ef til vill
nálega eins örðugt að trúa því, að öllum þessum rannsókn-
armönnum hafi skjátlast, eins og að trúa hinu, að „eitt-
hvað kunni að vera í ]>ví.“ Þetta skiftir miklu máli, því
að það opnar að minsta kosti dyrnar fyrir frekari fram-
förum. I ]>essum tilgangi hefi eg samið ]>essa bók. Mig
langar til að hjálpa öðrum inn á þá braut, sem eg hygg
að muni liggja að víðtækari sannleika, hver sem sá sann-
leiki reynist vera. Oss kann að skjátlast í kenningum vor-
um, en sé svo, ]>á eru ]>ær stillur að einhvei’ju betra.“
Menn sjá af ]>essum línum, af hverjum hógværðar-
anda höf. talar. Hann var óvenjulega bölsýnn maður, ]>eg-
ar hann hóf rannsóknir sínar. Nú er íturhyggja hans ynd-
isleg. Þó að hann geri ekki mikið úr ]>eirri skoðanabreyt-
ing, sem fáist með bókum, er enginn vafi á því, að mörg-
um finst þessi bók hans sannfærandi.
Morgunn hefir verið beðinn að geta ]>ess, að bækurn-
ar, sem hér hefir verið minst á, og aðrar bækur um sálræn
efni, fást í bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar í Reykjavík.