Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 141
M O R (j U N N
135
Uerkefni Sálarrannsóknafélagsins
eftir Freðeric UJ. H. (Tlyers.
Bunnar eorstEinsson þýööi.
[Eftirfarandi fyrirlestur var upphaflega fluttur í Sálarrann-
sdknafélaginu brey.ka í maímánuði árið 1900. Höfundurinn var for-
seti félagsins það ár, eins og ýms ummæli hans hér á eftir benda
til. pó að þetta erindi sé orðið 28 ára gamalt, er það enn talið með
merkustu ritgjörðum sálarrannsóknarmanna. Orðugt er að leggja
það út á íslenzku, og sumstaðar er þýðingin nokkuð lausleg, en
hvarvetna koma þó hugsanir höfundarins rjett fram. — Ritstj.].
Þegar mér barst sú fregn til eyrna, þar sem eg var
staddur erlendis, að stjórn þessa félags hefði auðsýnt
mér þann heiður, að kjósa mig forseta þess, fyrir árið
sem er að líða, varð mér það þegar ljóst, að félag ]>etta
hafði lokið ákveðnum áfanga á þroskabraut sinni á
skemri tíma en eg gerði mér upphaflega von um.
Mér er óþarft að taka það fram, að undantekningar-
laust hafa allir ]>eir, sem á undan mér hafa skipað þetta
sæti, borið ið mesta frægðarorð. Hvert félag sem væri,
gæti talið sér heiður í því að hafa haft, að minsta kosti
suma þeirra fyrir forseta sinn — og það jafnvel ekki
ovirðulegra félag en Brezka vísindafélagið, eða neðri mál-
stofa þingsins. Vér höfum verið ])essum mönnum ])akk-
látir fyrir, að ])eir hafa leyft oss að bendla nafn sitt við
gelgjuskeið starfsemi vorrar. Vér höfum og átt í vorum
hópi fleiri menn, sem viðlíka frægð hafa náð og eg vona
að félagi voru megi einhverntíma síðar auðnast að fá
þá fyrir forseta. En þrátt fyrir ])að, hefir stjórn ])Cssa
félags heldur kosið að velja fyrir forseta, ])etta ár sem er
að líða, mann, sem hefir litla verðleika til að njóta þess
heiðurs aðra en þá, að hann hefir starfað fyrir ])að mál,
sem félag vort hefir tekið að sér, jafnvel yfir lengri tima