Morgunn - 01.06.1928, Page 144
138
MORGUNN
• þann höfund, sem góðan guð, né réttlátir menn tignað
hann. Ó, hversu margar guðfræðikenningar visna og
skorpna fyrir þessari skýru siðfræðilegu röksemd svo sem
væru þær steiktar á glóð; eða verða þau ekki býsna mörg
heimspekiskerfin, sem hún feikir út í veður og vind —
heimspekikerfi, sem menn hafa búið til, með því að stikla
léttilega á orðafroðu yfir allan viðbjóð veruleikans, menn
sem telja tilveruna harla góða, þótt umhverfis þá á alla
vegu séu auðnuleysingjar í miljónatali, sem bíða fullkomið
skipbrot í örvæntingu og angist. Gegn slíkri bjartsýni beitti
Gurney sínum bitrustu vopnum röksemda, og fyrirleit
hana innilega — enda er það sannast að segja, að slík
blind ánægja með mannanna misskiftu örlög er ofboð
ljóst merki ódrengilegs innrætis. Hann gat ekki lokað
augunum fyrir þessu og farið að hreiðra um sig í þeirri
paradís, sem aulum einum er samboðin. Hann gat ekki
fengið af sér að sofna og láta sig dreyma vært undir
hjalvoð heimspekingsins. Leyfið mér að heimfæra um
vin minn þessi háfleygu orð, sem eitt stórskáldið hefir
beint til hins æðsta:
,,Þú, sem veizt, að alvizkan alheimi stjórnar,
örlög mannkyns baka þér hátíðlega sorg.“
Vér vorum hepnir að hafa þennan göfuga mann með
oss á bernskuskeiði rannsókna vorra, tii að sýna oss,
hversu óeigingjarnar hvatir geta fengið mann til að
starfa af kappi — jafnvel meira kappi en líkamlegir
kraftar leyfa. En vér sálarrannsóknamenn höfum meir
en nægilegar hvatir til starfa og sannarlega skortir fæsta
af oss hetjudáð. Skilningsþráin rekur oss áfram og eg
hygg, að vér höfum fengið þeirri þrá ríkulegar svalað,
en þeir, er fást við hverja aðra grein rannsókna sem er.
Auk þess hygg eg, að vér berum flestir í brjósti mikið
af þeirri heilbrigðu, instu þrá mannsandans, að óska oss
lengra lífs — eilífs lífs og eilífrar sælu. Að vísu er
mér kunnugt um, að margir menn með karlmannlega
skapgerð, og ennþá fleiri þeir, er ístöðuminni eru,