Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 148
142
MOEGU'.NN
Þessi andlega þörf villimannsins fylgir mönnunum
enn, þrátt fyrir menningu þá, er þeir hafa náð. Nútíðar-
manninum hættir einnig til að byggja trúarbrögð sín á
grundvelli, sem liggur utan við athuganasvið hans og »
styðja þau við ýms rök, sem fundin eru á hæpnum króka-
leiðum skáldlegs hugarflugs. Eins og áður var sagt, má
það teljast öruggur almennur grundvöllur trúarbragða,
ef vér skoðum þau sem andlegt viðhorf mannanna við
öllum þeim fyrirbrigðum • tilverunnar, er vér þekkjum.
Þetta, sem nefnt er skynsemistrú, er að minsta kosti
verulegur þáttur í öllum hinum æðri trúarbrögðum.
Þessi grundvöllur hefir þó reynst ófullnægjandi, vegna
]>ess, að öll þau fyrirbrigði tilverunnar, sem vér getum
athugað, hafa ekki, að minsta kosti samkvæmt þeirri
athugun, sem ennþá hefir verið á þeim ger, (að undan-
teknu því, er fáir einstaklingar hafa gert), verið fallin
til þess að vekja með oss þá bjartsýnu von og tilbeiðslu,
sem þroski vor þráir svo mjög. Skynsemistrú hefir ver-
ið oss viðlíkt sem ]>að væri manni að lifa á næpum úr
matjurtagarði. Flestir menn kjósa sér ljúffengari and-
lega fæðu. Heimspekilegar hugleiðingar um náttúruna,
eða skáldlegar, hafa ekki fullnægt mönnunum á liðinni
tíð; ekki er fremur ástæða til að ætla, að vísindalegar
hugleiðingar um náttúruna fullnægi þeim í framtíðinni.
Þeir láta sér fátt um finnast áferðarfallega hugmynda-
vefinn, lúsaleit vísindanna, en búa sér í þess stað til
trúarsetningar, sem byggja á auðskildum en fljóthugs-
uðum og óvísindalegum ályktunum, um áhrif ósýnilegra
máttarvalda á mannkynið. *
Þjóðir Austur- og Vesturlanda hafa að mörgu leyti
svalað þrá sálar sinnar á ])essari ímynduðu þekkingu;
öll vitum vér þó, að vér eigum ekki kost á neinni ]>eirri ^
andlegri næringu, sem bæti fullkomlega úr öllum eðli-
legum þörfum vorum. Vér verðum öll við ]>að að kann-
ast, að enn eru svo skiftar skoðanir á þessum efnum,
og grundvöllurinn ótraustur að byggja á, að trúleysing-