Morgunn - 01.06.1928, Page 150
144
M () R G U N N
tala í þessum tón, eða um leið og hann yfirgefur Hux-
ley og hverfur til Clifford —, Clifford hafði nefnilega
ekki leitað svo vel innan um öreindirnar sínar, að hann
hefði gengið úr skugga um, að andar gætu ekki leynst
meðal þeirra. Þessi árvakri elskhugi sannleikans lét i
þessu efni, engu síður en hver og einn skurðgoðadýrkari,
tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur, út af braut vís-
indanna.
Eigum vér nú í raun og veru að vera eins aðgerðar-
lausir og nægjusamir og trúleysinginn? Eigur vér að gera
orðin „Ignoramus et ignorabimus“*) að trúarjátningu
vorri? Sannarlega gefumst vér þá of fljótt upp við
Sphinxina og gátu hennar, sem var nú raunar ofboð
auðráðin, að því er sagan gamla segir. Hvers vegna ætt-
um vér ekki blátt áfram að reyna að uppgötva ný
sannindi í þessu efni, eins og vér höfum fundið í öllum
öðrum efnum, er vér höfum rannsakað? í þessari einu
grein höfum vér látið undir höfuð leggjast að leita,
vegna jiess, að bæði prestar og andstæðingar trúar-
bragða hafa fram að þessu verið þeirri leit mótfallnir.
Prestarnir hafa álitið sér öruggast að halda fram erfi-
kenningum trúarbragðanna og trúartilfinningunni, en
vera ekki neitt að eltast við að afla sér sjálfstæðra
sannana fyrir tilveru andlegs heims; mótherjarnir hafa
skotið örvum sínum á víggirðingar rétttrúnaðarins, án
þess að hirða nokkuð um einangraða kastala, sem voru ut-
an við aðalvarnarlínuna.
[Niðurlag í næsta hefti].
) Vér vitum ekki og munum ekki fá að vita. — pýfi.