Morgunn - 01.06.1943, Side 7
Stríðandi þjóðir.
Úr bókinni „The Vision of the Nazarene".
Og meistarinn kom með mig á stað, þar sem voru grafn-
ir mai’gir hermenn ýmissa þjóða, en þeir höfðu fallið í
heimsstyrjöldinni.
Hann sagði:
Vinur minn, líttu með meðaumkun á þessar sorglegu
afleiðingar rangrar hugarstefnu, þjóðernislegrar sjálfs-
elsku og togstreitu, einangrunar, afbrýðisemi og annara
synda gegn lögmáli kærleikans.
Vita skaltu, að eitt er hið æðsta lögmál, en það er lög-
mál einingarinnar, og að þeir, sem brjóta það lögmál, geta
ekki komizt undan ægilegum afleiðingum þess, hvort sem
það eru einstaklingar eða heilar þjóðir.
Hvernig færi um líkama þinn, ef limir hans tæki til að
sýna hver öðrum fjandskap og hættu að vinna saman?
Mundi ekki af því leiða vandræði og voða? Þjóðirnar hafa
sýnt hver annari fjandskap, þær hafa ekki unnið saman,
ekki skeytt um velferð mannkynsheildarinnar, og afleið-
ingin hefir orðið ógæfa og hörmung.
Vinur minn, hve feginn hefði ég frelsað heiminn
frá þessum hörmungum, til þess kom ég og predikaði
bræðraþel og bræðraást. En lognar dyggðir hafa þjóð-
irnar dýrkað. Þær hafa tamið sér að elska valdið, elska
peningana, elska hégómann, en kærleikann sjálfan, anda
kærleikans, hafa þær haft að engu.
Hver skilur gildi kærleikans og hans ómælanlegu djúp?
Veizt þú, að gagnkvæm hjálp er afkvæmi kærleikans, en
1