Morgunn - 01.06.1943, Síða 9
MORGUNN
3
góð markmið, og Guð hjálpi mannkyninu, þegar illu öflin
ná stundarsigri yfir hinum góðu, því að þá steypist stór-
flóð styrjalda, blóðugra byltinga og skelfinga yfir menn-
ina.
Skyndilega var hinn skínandi bróðir horfinn með mig
inn í stóran sal, þar sem ræðuskörungar þjóðanna héldu
iðju sinni áfram. Og hann sagði:
Þungum orðum mælti ég gegn hræsninni og sjálfs-
ánægjunni, og þó hafa leiðtogar þjóðanna gert sig seka
um mikla hræsni, þeir hafa notað glæsileg og skrúðmikil
orð, en ekki hirt nóg um anda sannleikans, og sjálfsánægja
þjóðanna hefir verið mikil. Þannig hafa þær verið fljótar
til að sjá flísina í auga bræðra sinna, en ekki nógu fúsar
til að gefa gaum bjálkanum í eigin auga sínu. Eins og
þrætugjörn börn hafa þær varpað að öðrum sárbeittum
orðum, sem óhjákvæmilega hljóta að hitta þær sjálfar
aftur.
Mild og hóglát orð bauð ég lærisveinum mínum að þeir
skyldu nota hver við annan, því að ég sá, að mjúklegt
andsvar stöðvar reiði, en játendur mínir nú gefa áminn-
ingum mínum lítinn gaum.
Þegar hinn skínandi bróðir sagði þetta brosti hann, en
bros hans var þrungið mildi og blíðu, og hann leiddi mig
burt, út úr hinum mikla sal.
Kant,
einhver fremsti heimspekinga allra alda, og jafnan nefnd-
ur samtímis sjálfum Plató, þegar um furstana í ríki heim-
spekinnar er talað, segir í „Draumi um andasjáandann“
á þessa leið:
„Það mun síðar sannast, að mannleg sál er þegar í þessu
jarðneska lífi í sambandi við andlega tilveru, og að þessir
tveir heimar verka hvor á annan. En venjulega verðum
vér þessa ekki varir“.
1*