Morgunn - 01.06.1943, Page 10
4
MORGUNN
Merkilegur miðill.
Eftir séra Jón Auöuns.
Framhald.
Flutningafyrirbrigðin■
Hjá mörgum miðlum hafa verið athuguð hin svo nefndu
flutningafyrirbrigði, m. ö. o. það, að hlutir hafa verið
fluttir, stundum langar leiðir að, inn í tilraunaherbergið,
án þess mannlegar hendur væri þar að verki. Þessi
fyrirbrigði hafa verið hjá sumum öðrum miðlum langt um
stórfenglegri en hjá Jack Webber, en þó gerðust þau hjá
honum og voru meira að segja einu sinni ljósmynduð með
„infra“-rauðu ljósi. Mun það vera í fyrsta sinn í sögu
sálarrannsóknanna, að slík mynd hefir fengizt.
Það, sem í þetta sinn var flutt inn í tilraunaherbergið,
var tæplega þumlungsstór fugl, smíðaður úr bronze. Á
myndinni sést þessi fugl vera að holdgast, „materialiser-
ast“ við handlegg miðilsins, í útstreymi, sem þar myndast.
Fuglinn var fluttur úr næsta herbergi. Dyrnar voru læst-
ar og miðillinn bundinn með þeim hætti, sem áður er lýst.
Stjórnandi miðilsins gaf þá athyglisverðu skýring á þessu,
að fuglinn hefði verið fluttur í gegn um líkama miðilsins■
Til þess að koma þessu í kring, hefir því þurft að „de-
materialisera“ hlutinn, eða m. ö. o. að auka svo sveiflu-
hraða hans, að hægt væri að flytja hann í gegn um heilt
efni, hurð eða vegg. í þessu ástandi hefir hann svo verið
fluttur í gegn um líkama miðilsins, og „materialiseraður",
þ. e. sveifluhraði hans lækkaður svo að hann tæki á sig
aftur fasta, jarðneska mynd, þar sem hann kom út úr
líkama miðilsins, með hjálp útstreymisins, „ectoplasmans“,
sem er nauðsynlegt við hverja „materialisation“.
Á tilraunafundunum með Jack Webber voru ævinlega
hafðir lúðrar, og stundum hafa hlutirnir, sem inn í her-
bergið voru fluttir, „materialiserast“ í þeim. Frá einum