Morgunn - 01.06.1943, Page 11
MORGUNN
5
slíkum fundi er sérstaklega sagt í skýrslunum. Miðillinn
var gaumgæfilega rannsakaður og síðan bundinn í stól-
inn. Rautt ljós logaði allan tímann í tilraunaherberginu.
Það var nægilega bjart til þess, að unnt var að fylgjast
allnákvæmlega með miðlinum allan tímann. Tvívegis
heyrðu fundarmenn nokkurn smell í lúðrinum, og datt þá
samstundis í annað skiptið egypzkur skartgripur úr lúðr-
inum á gólfið, en í hitt skiptið Búddha-mynd úr steini.
Það hefir verið sannað með ljósmyndum, að frá líkama
miðilsins liggur „ectoplasma“-band eða þráður í lúðurinn
og af því hafa menn dregið þá ályktun, að hinn aflíkam-
aði, „dematerialiseraði“, hlutur berist úr líkama miðilsins
eftir þessu bandi inn í lúðurinn og taki þar á sig fasta
mynd.
Annars er ekki ástæða til að ætla, að öll líkamninga-
fyrirbrigði gerist með þessum hætti, að hluturinn berist
eftir líkama miðilsins, eða í gegn um hann, enda gerast
slík fyrirbrigði oft, þótt enginn miðill í transi sé nær-
staddur. Próf. Haraldur Níelsson sagði mér einu sinni,
að á fundi hjá Indriða Indriðasyni hefði sér verið gefin
sú skýring á flutningafyrirbrigði, sem gerðist í sambandi
við Indriða, að þeir, sem stjórnuðu fyrirbrigðinu frá hin-
um heiminum, yrðu annað hvort að gera, að breyta hlutn-
um í það ástand, sem þeir kölluðu „geislaform“, og taka
hann þannig í gegn um heilan vegg, eða þá að þeir yrðu
að breyta einhverjum hluta veggjarins í þetta svo nefnda
„geislaform“ og þá væri hægt að flytja hlutinn í sinni
venjulegu, jarðnesku mynd í gegn um þennan stað, en sú
aðferð væri erfiðari og sjaldnar notuð. Ég get þessa hér
að eins til fróðleiks, þótt raunar felist ekki í því nein
veruleg skýring, menn vita ekki til fulls, hvernig þessi
dularfulli flutningur dauðra hluta gerist. Það er afar
miklum örðugleikum bundið að koma að honum nokkurri
verulegri rannsókn. Fyrirbrigðið gerist venjulega með
leifturhraða og ljósið verður að vera mjög takmarkað,
L