Morgunn - 01.06.1943, Síða 15
MORGUNN
9
þar, sem hún nam við líkama miðilsins, var þar á að gizka
8—10 þuml. þykk, en mjókkaði eftir því, sem lengra dró
frá miðlinum. Fundarmenn hafa einnig orðið nokkurs
vísari um þessar furðulegu stengur, þegar þær hafa t. d.
lagzt yfir hendur þeirra með miklum þunga, og þær hafa
reynzt svo harðar viðkomu, að þær líktust blátt áfram
járnstöngum.
Þessar „ectoplasma“-stengur ráða yfir mjög mikilli
orku, eða e. t. v. væri réttara að segja, að þeim væri
stjórnað af mjög miklum krafti. Með lúðrinum hafa þær
t. d. keyrt fundarmann ofan í stólinn með svo miklum
krafti, að hann fékk ekki rönd við reist, þótt hann neytti
allra krafta sinna til mótspyrnu. Svo þungt mahogny-borð,
að tvo karlmenn þurfti til þess að lyfta því, var hafið upp
í öðrum enda tilraunaherbergisins og flutt í loftinu yfir
fundarmenn og inn í miðjan hringinn. Lyfting miðilsins
sjálfs upp í loft, bæði í venjulegum herbergjum og eins í
forstofum, þar sem mjög hátt var til loftsins, gefur einn-
ig nokkra hugmynd um kraft „ectoplasma-stanganna“, en
þær eru það, sem þessum lyftingum valda.
Svipuð fyrirbrigði, og raunar þau sömu og með engu
minna krafti,þekktust hér í Reykjavík hjá Indriða heitn-
um Indriðasyni. Má bæði lesa um þau í prentaðri ritgerð
eftir próf. Harald heitinn Níelsson í MORGNI, og eins í
vottfestum skýrslum af fundum hans, sem eru í eigu
Sálarrannsóknafélags íslands.
Hvernig raddirnar eru framleiddar.
Rödd, sem kemur fram óháð miðlinum, fyrir utan hann,
er framleidd á þann hátt, að úr „ectoplasmanu", útfrym-
inu frá miðlinum, eða e. t. v. með öðrum aðferðum, eru
mynduð raddbönd og önnur talfæri. Á myndunum, sem
fylgja skýrslunum af fundunum með Jack Webber, sjást
ekki þessi talfæri sjálf, heldur að eins „ectoplasma“-
hulstrin, sem eru utan um þau, eins og til að skýla þeim.
Hjá öðrum miðlum hafa einnig náðst samskonar myndir,