Morgunn - 01.06.1943, Side 17
MORGUNN
11
bandið holt að innan. Myndirnar sýna, að endir bandsins
er eins og holur, stjórnendurnir tala um „holar „ecto-
plasma“-stengur“ og blái ljóshringurinn, sem áður er
minnzt á, og er með dimmum bletti í miðjunni, þegar endi
bandsins er upplýstur, bendir einnig til hins sama.
Af rannsóknum er unnt að gera sér að nokkru ljóst,
hvernig hljóðið er framleitt. Nákvæm eftirmynd mann-
legra raddbanda og talfæra er búin til úr „ectoplasmanu“,
og einnig annað tæki til að framleiða vind, sem setur
raddböndin í hreyfingu. Því til sönnunar má nefna það,
að þegar séi’lega sterk rödd heyrist, heyrist oft samtímis
eins og þungur andardráttur.
Hvernig loftstraumnum er beint á „ectoplasma“-talfær-
in vitum vér ekki með neinni vissu. Vera má, að þeim sé
þangað beint í gegn um líkama miðilsins, að þær berist
frá honum eftir hinu hola „ectoplasma“-bandi, eða þá
þannig, að loftstraumurinn myndist í nálægð miðilsins.
Til þess bendir sú staðreynd, að hjá flestum miðlum fyrir
líkamleg fyrirbrigði verður þess vart, að mikill loft-
straumur myndast hjá miðlinum, eða vindur, og það
stundum svo sterkur, að allþung tjöld geta staðið lárétt
út frá miðlinum. Þessi undarlegi loftstraumur er venju-
lega mun kaldari en loftið í tilraunaherberginu. Þetta
bendir til þess möguleika, að loftbylgjurnar, sem valda
hljóðinu og röddunum, geti átt uppruna sinn fyrir utan
miðilinn.
Af athugunum sínum á fyrirbrigðunum hjá Webber
þykir Harry Edwards sennilegra, að loftbylgjurnar, sem
framleiða hljóðið, berist frá líkama miðilsins til „ecto-
plasma“-talfæranna. Hann bendir og á, að fyrst aðfluttir
hlutir og „ectoplasma“ geti streymt út af líkama miðils-
ins, sé engu ósennilegra, að út af honum geti streymt loft,
og hann bendir á, að þetta þurfi engan veginn að hindra
það, að jafnhliða séu talfæri miðilsins notuð af stjórnand-
anum, sem oft tali af vörum hans jafnhliða því, að beinu
raddirnar tala í gegn um lúðurinn.