Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 17

Morgunn - 01.06.1943, Side 17
MORGUNN 11 bandið holt að innan. Myndirnar sýna, að endir bandsins er eins og holur, stjórnendurnir tala um „holar „ecto- plasma“-stengur“ og blái ljóshringurinn, sem áður er minnzt á, og er með dimmum bletti í miðjunni, þegar endi bandsins er upplýstur, bendir einnig til hins sama. Af rannsóknum er unnt að gera sér að nokkru ljóst, hvernig hljóðið er framleitt. Nákvæm eftirmynd mann- legra raddbanda og talfæra er búin til úr „ectoplasmanu“, og einnig annað tæki til að framleiða vind, sem setur raddböndin í hreyfingu. Því til sönnunar má nefna það, að þegar séi’lega sterk rödd heyrist, heyrist oft samtímis eins og þungur andardráttur. Hvernig loftstraumnum er beint á „ectoplasma“-talfær- in vitum vér ekki með neinni vissu. Vera má, að þeim sé þangað beint í gegn um líkama miðilsins, að þær berist frá honum eftir hinu hola „ectoplasma“-bandi, eða þá þannig, að loftstraumurinn myndist í nálægð miðilsins. Til þess bendir sú staðreynd, að hjá flestum miðlum fyrir líkamleg fyrirbrigði verður þess vart, að mikill loft- straumur myndast hjá miðlinum, eða vindur, og það stundum svo sterkur, að allþung tjöld geta staðið lárétt út frá miðlinum. Þessi undarlegi loftstraumur er venju- lega mun kaldari en loftið í tilraunaherberginu. Þetta bendir til þess möguleika, að loftbylgjurnar, sem valda hljóðinu og röddunum, geti átt uppruna sinn fyrir utan miðilinn. Af athugunum sínum á fyrirbrigðunum hjá Webber þykir Harry Edwards sennilegra, að loftbylgjurnar, sem framleiða hljóðið, berist frá líkama miðilsins til „ecto- plasma“-talfæranna. Hann bendir og á, að fyrst aðfluttir hlutir og „ectoplasma“ geti streymt út af líkama miðils- ins, sé engu ósennilegra, að út af honum geti streymt loft, og hann bendir á, að þetta þurfi engan veginn að hindra það, að jafnhliða séu talfæri miðilsins notuð af stjórnand- anum, sem oft tali af vörum hans jafnhliða því, að beinu raddirnar tala í gegn um lúðurinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.