Morgunn - 01.06.1943, Page 19
MORGUNN
1S
Miðillinn var bundinn í stólnum, en hallaðist svo mikið
áfram, að höfuð hans var í beina línu upp af fótunum. Út
úr munni hans byrjaði þá að streyma efni, sem líktist þétt-
um gufumekki. Það steyptist með all miklum hraða, eins
og vatnsfall, út úr munninum niður á gólfið, þar sem það
breiddi úr sér, unz það varð að ummáli nokkur fet á hvorn
veg. Þetta tók að eins fáar sekúndur og heyrðist ekkert
hljóð frá miðlinum meðan þetta gerðist.
Mjög ört, á tveim til þrem sekúndum, tók síðan þetta
gufukennda efni þeim breytingum, að það þéttist og varð
að föstu efni, sem hékk út úr munni miðilsins niður á
gólf, eins og þunnt klæði. Gerðin sýndist mjög misjöfn,
og fór hún eftir skilyrðunum á fundinum- Þegar þau voru
góð, var efnið mjög fínt og smágert. Þegar skilyrðin voru
verri, var efnið grófara, og voru þá stundum á því göt
og rifur.
Fundarmenn handléku oft þetta efni. Það reyndist dá-
lítið þvalt viðkomu og lagði af því einkennilegan ilm.
Harry Edwards, sá sem skýrslurnar gerði, segist oft hafa
breitt úr þessu efni að beiðni stjórnendanna, og segir
hann það vera meira en faðms breitt. Hann telur breidd-
ina venjulega rúma tvo metra.
Þegar fyrirbrigðunum var lokið á hverjum fundi, hvarf
þetta efni á einu augnabliki.
Þeir, sem hafa skoðað efnið, lýsa því á ýmsa lund.
Harry Edwards segir, að það sé líkara þunnu, voðfelldu
skinni en venjulegum vefnaði, og allsendis ólíkt sé það
„slæðunum“, sem eru utan um líkamningana. Það sé
ósegjanlega létt, eins og köngurlóarvefur. Hver einstakur
þráður þess sé gerður úr 13 eða 14 fíngerðum þráðum og
gerðin öll svo smáfelld, að ómögulegt sé mannlegum hönd-
um að eftirlíkja hana.
Lílcamaðar myndir, höfuð, hendur o■ fl.
Fyrstu líkamningarnir, sem sáust á fundum Webbers,
voru höfuð. Þau hafa oft orðið sýnileg og margsinnis