Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 27
MORGUNN
21
var engu líkara en allt ætlaði niður að ganga, svo miklu
magnaðri voru þessar hamfarir þá en næturnar áður. Þá
var eins og komið væri inn í kofann og hamast þar í öll-
um áhöldum með slíku afli, að því myndu fáir trúa.
Blásturinn og hvæsið, höggin og krafsið um kofann að
innan varð enn óskaplegra en fyrr, en nær sem ég bærði
á mér, hætti þetta um stund. Allar næturnar fór ég út, en
varð aldrei neins vísari við það, en þá hættu þessar ham-
farir ævinlega á meðan. Ókyrrðin hófst allt af um sama
leyti, svona um klukkan hálf ellefu, og hætti ekki síðar en
um klukkan þrjú. Á daginn var fólkið heiman frá bænum
að heyvinnu þarna niður frá, kom það þá í kofann til að
mætast og þess háttar, en varð aldrei neins vart. Ekki
varð ég heldur neins hávaða var, þótt ég kæmi inn í kof-
ann að degi til.
Að liðnum þessum þrem nóttum bættist ungi maðurinn
að heiman, sem ég minntist áður á, við í kofann, og svaf
hann þar með mér um skeið. Ekki var það þó að beiðni
minni, því að aldrei var ég hræddur, þó illa væri mér við
að hafa ekki svefnfrið, en algerlega var ég sannfærður
um, að ekki stöfuðu ósköp þessi af mannavöldum.
Á meðan við sváfum tveir saman í kofanum bar nokk-
uð á ókyrrð þessari á hverri nóttu, en þó ekki svo mjög,
sem áður. Oft töluðum við saman í rúmum okkar, meðan
hávaðinn heyrðist, en þó vildi ungi maðurinn sem minnst
um það tala og reyndi að draga úr með öllu móti. Gat ég
ekki gert mér ljóst af hverju það var, húsbóndi hans og
fósturfaðir átti kofann, og geri ég mér það helzt í hugar-
lund, að hann hafi verið smeykur við, vegna fóstra síns,
að óorð kæmist á kofann, ef þessu væri á lofti haldið, svo
að örðugt gæti orðið að fá fólk til að vera þar. Unga
manninum var heldur sjálfum ekki rótt á kvöldin, því að
hann bað mig þess, að sofna ekki á undan sér, og var allt
af að kalla til mín á kvöldin til þess að vita hvort ég væri
sofnaður.