Morgunn - 01.06.1943, Síða 28
22
MORGUNN
Skömmu síðar bættist fólk við í kofann, til okkar komu
móðir unga mannsins og unnusta hans.
Um dvöl unga mannsins í kofanum á undan mér vil ég
taka það fram, að hann kom þangað fyrst þreyttur að
næturlagi með hestvagn um það leyti nætur, sem reim-
leikarnir hættu eftir að ég kom í kofann, og mun hann
einskis hafa orðið var um nóttina. Næstu nótt var hann
einn í kofanum, en þriðju nóttina var hann þar ekki. Er
mér næst að halda, að hann muni hafa verið búinn að fá
nóg af vistinni þar einn, og það heyrði ég, að húsbændun-
um, fósturforeldrum hans, var ekki um, að hann væri
þar einn.
Ég get engar skýringar gefið á þessum undarlegu fyrir-
burðum, en ég set þá í sambandi við sýn, er ég sá nokkur-
um sinnum. Það kynlega er, að ég „sá“ aldrei neitt á nótt-
unni, meðan ósköpin gengu á. En á daginn, t. d- þegar við
vorum inni í matar- og kaffitíma, sá ég iðulega koma
ókunnan mann í kofann. Hann var vel meðal maður á hæð,
en fremur grannvaxinn. Klæðnaður hans var þann veg,
að hann var í gráum fötum, gömlum og slitnum, í gráum
sokkum brotnum yfir buxnaskálmarnar, með hvítri fit,
með mógráan ullartrefil um hálsinn og gamlan, upplitað-
an hatt á höfðinu. Skegg hans var rakað fyrir neðan
eyrnasneplana að öðru en því, að hann hafði yfirvarar-
skegg. Þessi dularfulli maður kom inn í kofann, skyggnd-
ist um, en virtist beina allri athygli sinni að eldhúsinu,
enda gengu ósköpin á nóttunum mest á í þeim enda kof-
ans. Eins og ég tók fram, sá ég þennan mann aldrei nema
um hábjartan daginn.
Frásögn þessa hefi ég yfirfarið og votta ég að séra Jón
Auðuns hefir skráð hana rétt eftir frásögn minni.
Hafnai-fj., 10. ágúst 1942.
H. J.