Morgunn - 01.06.1943, Side 29
MORGUNN
23
Andlát Beda munks.
Beda munkui' var fæddur árið 673 í Durham á Eng-
landi. Hann var frábær maður, að mannkostum, heilag-
leik og lærdómi, og við andlát sitt sýndi hann sterka trú
á eilífa lífið.
Á fögru og friðsælu vorkvöldi, það var uppstigningar-
dagskvöldið 735, lá munkurinn fyrir dauðanum í klaustur-
klefanum sínum, í Jarrow-munkaklaustri. Aðfram kominn
var hann að lesa skrifara sínum fyrir, en umhverfis rúm-
ið hans stóð hópur ungra, Ijóshærðra Saxa, sem grát-
bændu meistara sinn um að unna sjálfum sér hvíldar.
Hinn deyjandi munkur var einn af frægustu lærdóms-
mönnum Vesturlanda á þeirri tíð. Hann hafði gert Jarrow-
klaustrið að slíkri miðstöð mennta og lista, að hundruð
stúdenta þyrptust þangað til þess að sitja við fætur hins
lærða munks og nema fræði hans. Hann var maður stór-
lærður í grískum og rómverskum bókmenntum. Hann hafði
ritað merkilegar bækur um læknislist, vísindi, stjörnu-
fræði og rökvísi, og hann var frömuður og faðir fegurstu
hugsjóna sinna tíma. Kirkjusagan hans er sígilt lærdóms-
rit og aðal heimild nútímans um England á tímabili því,
sem hún nær yfir. Þó bar af lærdómur hans í guðfræði-
vísindum, og ekkert efni var honum eins kært. Engin af
bókum hans var í meiri hávegum höfð en ,,Skýringarrit“
hans um andleg efni. Á dánarbeðinum var hugur hans hjá
guðfræðinni, og þá var hann enn að lesa skrifara sínum
fyrir hina frábæru þýðing sína á Jóhannesarguðspjalli.
Lærisveinarnir virðast hafa borið í brjósti mikla elsku
og lotning fyrir hinum göfuga munki, og einn þeirra, Cuth-
bertus að nafni, segir frá því, sem gerðist þetta uppstign-
ingardagskvöld, á þessa leið:
„Faðir okkar og andlegur meistari fór að þjást af and-
þrengslum og fætur hans fóru að bólgna, en undir ber-