Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 29

Morgunn - 01.06.1943, Side 29
MORGUNN 23 Andlát Beda munks. Beda munkui' var fæddur árið 673 í Durham á Eng- landi. Hann var frábær maður, að mannkostum, heilag- leik og lærdómi, og við andlát sitt sýndi hann sterka trú á eilífa lífið. Á fögru og friðsælu vorkvöldi, það var uppstigningar- dagskvöldið 735, lá munkurinn fyrir dauðanum í klaustur- klefanum sínum, í Jarrow-munkaklaustri. Aðfram kominn var hann að lesa skrifara sínum fyrir, en umhverfis rúm- ið hans stóð hópur ungra, Ijóshærðra Saxa, sem grát- bændu meistara sinn um að unna sjálfum sér hvíldar. Hinn deyjandi munkur var einn af frægustu lærdóms- mönnum Vesturlanda á þeirri tíð. Hann hafði gert Jarrow- klaustrið að slíkri miðstöð mennta og lista, að hundruð stúdenta þyrptust þangað til þess að sitja við fætur hins lærða munks og nema fræði hans. Hann var maður stór- lærður í grískum og rómverskum bókmenntum. Hann hafði ritað merkilegar bækur um læknislist, vísindi, stjörnu- fræði og rökvísi, og hann var frömuður og faðir fegurstu hugsjóna sinna tíma. Kirkjusagan hans er sígilt lærdóms- rit og aðal heimild nútímans um England á tímabili því, sem hún nær yfir. Þó bar af lærdómur hans í guðfræði- vísindum, og ekkert efni var honum eins kært. Engin af bókum hans var í meiri hávegum höfð en ,,Skýringarrit“ hans um andleg efni. Á dánarbeðinum var hugur hans hjá guðfræðinni, og þá var hann enn að lesa skrifara sínum fyrir hina frábæru þýðing sína á Jóhannesarguðspjalli. Lærisveinarnir virðast hafa borið í brjósti mikla elsku og lotning fyrir hinum göfuga munki, og einn þeirra, Cuth- bertus að nafni, segir frá því, sem gerðist þetta uppstign- ingardagskvöld, á þessa leið: „Faðir okkar og andlegur meistari fór að þjást af and- þrengslum og fætur hans fóru að bólgna, en undir ber-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.