Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 30
24
MORGUNN
sýnilegum innblæstri hélt hann áfram að lesa skrifara
sínum fyrir þýðing sína á Jóhannesarguðspjalli. „Hnfðu
hraðan á“, sagði hann, „með því að ég veit ekki hve lengi
ég get unnið og hve fljótt Guð sendir englana eftir mér“.
„Alla nóttina lá hann vakandi og við fyrstu dagsbrún-
ina bauð hann okkur að skrifa með miklum hraða það,
sem hann væri búinn að þýða . . . Englarnir eru að bíða.
„Nú er ekki eftir nema einn kapítuli, meistari“, sagði
skrifarinn, „en þér virðist vera örðugt um mál“.
„Nei, mér er auðvelt að tala, því að englarnir gefa mér
styrk“, sagði Beda. „Taktu penna þinn og skrifaðu fljótt“.
Með augun rennvot af tárum hélt skrifarinn áfram.
„Og nú, faðir“, sagði hann, sem greip snöggt hvert orð
af hinum deyjandi vörum, „er ekki eftir nema ein setn-
ing!“ Beda las honum fyrir síðustu setninguna. Því næst
leit hann upp og sagði hátt: „0, hvílík birta fylgir komu
þeirra! 0, hve tónarnir eru yndislegir!“
„Því er lokið, faðir“, sagði hinn grátandi ungi læri-
sveinn, og leit upp, þegar hann var búinn að skrifa síð-
asta orðið.
„Já, nú er því vissulega lokið“, sagði hinn deyjandi
munkur, og af ásjónu hans lagði himneska birtu. „Lyftið
mér upp“, bað hann, „og berið mig út að glugganum í
klefanum mínum, við hann hefi ég svo oft staðið og sent
bænir mínar til föður ljósanna og til hinna þjónandi
engla, sem gera vilja föðurins“. Með þessi orð á vörum
hvarf hinn fagri andi hans til móts við þá ástvini, sem
veittu honum innblástur fram að síðustu ævistundinni“.
J. A. þ.