Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 33

Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 33
MORGUNN 27 Mig grunaði samt að fáguð framkoma hennar og lát- prýði kynni að leyna gerólíkum persónuleika. Skjótari og varanlegri lækning á sjúkleika hennar var hugsanleg, ef mér tækist að komast að hinu sanna um þetta og lækning á honum var líkleg til að geta stuðlað að lagfæringu á jafnvægisröskun dýpri starfssviða sálarlífs hennar. Ég boðaði hana tvisvar til viðtals. I fyrra skiptið var einn af samverkamönnum mínum viðstaddur, en í síðara skiptið var ég einn með henni. Hún virtist hafa einsett sér að láta mig ekki fá neitt að vita um sinn innra mann. Hún vék sér mjög fimlega undan því að svara spurningum þeim, sem ég lagði fyrir hana í von um að fá eitthvað að vita um hið raunverulega sálarlíf hennar. Auðsjáanlega var hún orðin vön slíkum spurningum læknanna, og virt- ist staðráðin í því að gefa þeim ekki hið minnsta tækifæri til að sjá lengra inn í sálarlíf sitt, en henni þætti góðu hófi gegna. Sannfærður um það, hve mikið riði á því sjálfr- ar hennar vegna að fá úr því skorið, hvernig sálarlífi hennar væri háttað í raun og veru, þrátt fyrir mótspyrnu af hennar hálfu ákvað ég að leita sálrænnar aðstoðar hjá miðli, því að auðsætt var að venjulegar rannsóknar- aðferðir myndu taka of langan tíma. Ég bað hana um að skrifa fáein orð á pappírsmiða, en sagði henni að skrifa ekki nafn sitt á hann. Hún varð þegar við þessum tilmæl- um mínum. Hinn 25. s. m. fór ég svo á fund ungfrú Berley og stakk umgetnum miða í hönd hennar. Það skal tekið fram, að hún vissi ekki einu sinni að stúlka þessi væri til. Um leið og ég afhenti ungfrúnni miðann, sagði ég: „Gerið svo vel að segja mér eitthvað um skapgerð þess, er þetta hefir ritað“. Þetta var hið eina, er ég sagði við ungfrúna um sjúkling minn. Það, er ungfrúin sagði: Hún kreisti pappírsmiðann saman í lófa sínum og horfði því næst á hann með einkennilega sljóum kæruleysissvip, en sagði rétt á eftir: „Óskaplega er konan taugaveikluð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.