Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Page 37

Morgunn - 01.06.1943, Page 37
MORGUNN 31 er miðillinn kynni að lýsa í sambandi við þetta. Hann sagði mér að eins, að maður þessi hefði verið 82 ára að aldri og hefði verið orðinn nokkuð lotinn. Meira vissi ég ekki um þennan horfna mann. Ég hafði fram að þessu ekki vitað, að þessi gamli mað- ur væri til og á sveitasetur baróns þessa hafði ég aldrei komið, að eins séð þangað heim af þjóðveginum úr bif- reið, er ég ók þar um. Landareign sveitasetursins er stór og eru um 2750 ekrur af henni vaxnar skógi. Þetta var hið eina, er ég vissi að kvöldi þess 23. marz, er ég kom á heimili miðilsins, frú Morel í París. Það skal tekið fram, að frú Morel hafði aldrei komið í hérað það, þar sem sveitasetur baróns Jaubert’s er. Þegar hún var komin í djúpan dásvefn fékk ég henni trefilinn. „Reyndu að fá eitthvað að vita um persónu þá, sem átt hefir trefil þann, er ég rétti þér“. Fyrst lýsti hún manni einum, og var auðheyrt, að hún var þar að lýsa sjálfum mér. Því næst sagði hún frá öðr- um, og sannfærðist ég brátt um, að hún lýsti þar hr. Mi- rault. Rétt á eftir sagði hún frá konu, sem ég gat mér til að kynni að vera tengdadóttir gamla mannsins, en að síð- ustu fór hún að lýsa gömlum manni, og fer hér á eftir það, er hún sagði um hann, og er það orðrétt tekið upp. ,,Ég sé mann, sem liggur endilangur, augun eru lokuð — eins og hann sofi — en hann dregur ekki andann — hann er dáinn — Hann er ekki í rúmi — hann liggur á jörðinni — jörðin er rök — mjög rök, hún er slétt, ekki ræktað land. Það er vatn þarna, ekki langt burtu stór tré, eitthvað stórt þarna rétt hjá, runnar — skógarkjarr“. „Reyndu að komast eftir, hvaða leið hann gekk, þegar hann fór á þennan stað“, sagði ég við frú Morel. „Ég sé hús í sveit, hann fer þaðan gangandi, hann er lasinn, á örðugt með andardráttinn, hann er ekki almenni- lega með sjálfum sér, hálf ruglaður. Hann víkur út af aðalgötunni, fer inn í kjarrið, skóginn, hann sér mikið vatn þarna rétt hjá, hann hnígur niður á raka jörðina,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.