Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Page 39

Morgunn - 01.06.1943, Page 39
MORGUNN 33 hvað sízt lýsing frúarinnar af gamla manninum, sem var nákvæm og hárrétt að dómi hlutaðeigenda, en hún kom þó ekki að tilætluðu gagni. Enginn á sveitasetrinu kann- aðist við klettana, sem nefndir voru í lýsingu hennar. Smátjarnir voru á víð og dreif um landareignina, en þær höfðu verið slæddar, ein eftir aðra, og bakkar þeirra vandlega kannaðir og stór tré uxu víða um. En staðhæf- ing frú Morel um það, að lík gamla mannsins væri að finna ekki langt frá húsinu varð til þess, að ný leit var hafin, sem þó varð árangurslaus. Fram að þessu hafði Mirault ekki sagt mér neitt frá neinu af því, er snerti hvarf gamla mannsins, né það, er gerðist þar á eftir. M. Etienne Lerasle, 82 ára að aldri, hafði verið sæmi- lega ern, þótt hann væri orðinn andlega sljór. Hann hafði farið út úr húsi sonar síns þann 2. marz, en hann hafði verið vanur að taka sér hressingargöngu dag hvern. En þegar hann var ekki kominn heim um náttmál, fór fólk hans að undrast um hann, því að svo lengi hafði hann aldrei verið burtu áður. Heimilisfólkið og nágrannar þess fóru þegar að leita hans, og kölluðu nafn hans við og við, en þetta bar engan árangur. Næstu dagana var leitinni haldið áfram, og tóku nú margir úr næsta þorpi þátt í henni með þeim. Leituðu þeir mjög gaumgæfilega, enda var hyggja þeirra sú, að hann myndi enn á lífi, kynni að hafa orðið lasinn eða villzt. Leitinni var haldið áfram næstu daga. Sunnudaginn þann 5. marz tóku 80 manns þátt í henni að tilhlutan borgarstjórans í Cours-les-Barres, en allt varð árangurslaust. Ekkert fannst, er bent gæti til þess, hvað orðið hefði um gamla manninn. Mirault hafði verið fjarverandi, þegar gamli maðurinn hvarf, en þegar hann kom þann 13. s. m. lét hann hefja leit að nýju. Tjarnir voru slæddar, en ekkert fannst. Þann- ig stóðu sakir, þegar Mirault reit mér áðurgreint bréf. Árangurinn af áðurgreindum fundi með frú Morel var að ýmsu leyti athyglisverður, þótt hann yrði ekki að hag- nýtu gagni við leitina. Allir hlutar skóglendisins eru næsta 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.