Morgunn - 01.06.1943, Page 39
MORGUNN
33
hvað sízt lýsing frúarinnar af gamla manninum, sem var
nákvæm og hárrétt að dómi hlutaðeigenda, en hún kom
þó ekki að tilætluðu gagni. Enginn á sveitasetrinu kann-
aðist við klettana, sem nefndir voru í lýsingu hennar.
Smátjarnir voru á víð og dreif um landareignina, en þær
höfðu verið slæddar, ein eftir aðra, og bakkar þeirra
vandlega kannaðir og stór tré uxu víða um. En staðhæf-
ing frú Morel um það, að lík gamla mannsins væri að
finna ekki langt frá húsinu varð til þess, að ný leit var
hafin, sem þó varð árangurslaus. Fram að þessu hafði
Mirault ekki sagt mér neitt frá neinu af því, er snerti
hvarf gamla mannsins, né það, er gerðist þar á eftir.
M. Etienne Lerasle, 82 ára að aldri, hafði verið sæmi-
lega ern, þótt hann væri orðinn andlega sljór. Hann hafði
farið út úr húsi sonar síns þann 2. marz, en hann hafði
verið vanur að taka sér hressingargöngu dag hvern. En
þegar hann var ekki kominn heim um náttmál, fór fólk
hans að undrast um hann, því að svo lengi hafði hann
aldrei verið burtu áður. Heimilisfólkið og nágrannar þess
fóru þegar að leita hans, og kölluðu nafn hans við og við,
en þetta bar engan árangur. Næstu dagana var leitinni
haldið áfram, og tóku nú margir úr næsta þorpi þátt í
henni með þeim. Leituðu þeir mjög gaumgæfilega, enda
var hyggja þeirra sú, að hann myndi enn á lífi, kynni að
hafa orðið lasinn eða villzt. Leitinni var haldið áfram
næstu daga. Sunnudaginn þann 5. marz tóku 80 manns
þátt í henni að tilhlutan borgarstjórans í Cours-les-Barres,
en allt varð árangurslaust. Ekkert fannst, er bent gæti til
þess, hvað orðið hefði um gamla manninn.
Mirault hafði verið fjarverandi, þegar gamli maðurinn
hvarf, en þegar hann kom þann 13. s. m. lét hann hefja
leit að nýju. Tjarnir voru slæddar, en ekkert fannst. Þann-
ig stóðu sakir, þegar Mirault reit mér áðurgreint bréf.
Árangurinn af áðurgreindum fundi með frú Morel var
að ýmsu leyti athyglisverður, þótt hann yrði ekki að hag-
nýtu gagni við leitina. Allir hlutar skóglendisins eru næsta
3