Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 42

Morgunn - 01.06.1943, Side 42
36 MORGUNN þá. Svo reyndist og um lýsing hennar af vatninu eða tjörnunum, því að miklar rigningar höfðu verið og mynd- uðust víða pollar og lón, sem gátu líkzt raunverulegum tjörnum. Sonur hins látna lét þess og getið, að staðhæfing frú Morel um það, að gamli maðurinn hefði farið fram hjá húsinu áðurnefnda gæti ekki verið sannleikanum sam- kvæm, hann hefði verið þar við vinnu sína allan þann dag, 2. marz, þegar hann fór að heiman, og þar sem faðir sinn hefði ævinlega gengið mjög hægt, væri ómögulegt að hann hefði farið þar um, án þess að hann hefði orðið þess var. Þessu samsinntu allir starfsmenn á sveitasetrinu. Þar sem frekari upplýsingar voru ekki fyrir hendi var talið til- gangslaust að hefja leit að nýju, hann væri vitanlega lát- inn og þar af leiðandi ekki knýjandi ástæður til bráðra aðgerða. Beðið var eftir að þriðji fundurinn yrði haldinn. Það var gert þann 6. apríl. Galloy stjórnaði honum. „Svipastu um eftir þeim, sem þetta hefir átt“. „Ég sé meðallagi háan mann, gráhærðan, sköllóttan, hann er langleitur, tannlaus, vörin slapandi, hann er dá- inn, liggur á hægri hliðinni, andlitið er farið að dökkna, annar fóturinn krepptur — mjög blautt, þar sem hann liggur, vatn á andlitinu á honum, hann liggur samt ekki í því, það er mikið vatn þarna, margir kringlóttir pollar, mörg tré, stór steinn rétt hjá honum, stór tré, hann er í hvítri flónelsskyrtu með röndum í, kraginn víður. Ég sé þetta mjög skýrt, runnagróður, kjarr umhverfis hann“. „Veittu götunni, sem hann fór, þegar hann vék út af aðalbrautinhi, nákvæma athygli“. „Hann kemur frá húsunum, fer fram með hliðinni á þeim, kemur að gatnamótunum, þar sem þær mætast þrjár, gegnt þeim er hús — hann fer fram með girðingu, hikar, hann hefir fornlegan staf í hendinni — hann pikk- ar honum niður í jörðina — hann er eitthvað ruglaður —- hann hvarflar til hægri hliðar að hallandi gangbraut —• hikar aftur — víkur aftur að gatnamótunum — hallast fram á stafinn — hann heldur nú aftur af stað, víkur inn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.