Morgunn - 01.06.1943, Side 49
MORGUNN
43
an og sjóveg til kaupstaðar vestur á Skutilsfjörð (ísa-
fjarðarkaupstað). Jón sonur hans var með honum og
fjórir menn aðrir. Á heimleiðinni komu þeir við í Reykja-
nesi, til Jóns sýslumanns Arnórssonar. Var það að kveldi
dags, 14. janúar, og vildi prestur helzt gista þar um nótt-
ina, en formaðurinn á skipinu vildi það fyrir engan mun,
og kallaði þá feðga til ferðar, enda skammt yfir fjörðinn
og heim. Kvað prestur ekki duga mundi að fresta því, sem
fram ætti að koma, og var haldið af stað aftur út í nátt-
myrkrið. Segir ekki af ferð þeirra, nema það, að skipið
fórst á skeri um nóttina fyrir framan lendinguna á Arn-
gerðareyri. Komust mennirnir upp á skerið við illan leik,
en létust þar um nóttina af vosbúð og kulda.
Þau hjónin höfðu eignazt 14 börn, en þegar séra Illugi
féll frá voru að eins fjögur þeirra heima, hið elzta á 17-
árinu“. Hinum sex, sem á lífi voru, hafði séra Illugi verið
búinn að koma frá sér, „þar eð hann bjóst við, að lífs-
stundir sínar fækkuðu óðum. Af sömu orsök hafði hann
flutt sig frá Kirkjubóli, því venjulega prestsetri í sókn-
inni, og á litla, hæga jörð, Bakka á Langadalsströnd, sem
undir staðinn liggur, svo konan, ef sín missti við, væri ei
bundin bæði við erfiða bújörð og þungt útsvar eftir sinn
dag“, segir í æviminning ekkju hans.
HANNES HAFSTEIN OG DULARFULLA STÚLKAN.
(Eftir sögn Hannesar sjálfs.)
„Flestir íslenzkir stúdentar, sem fara til Kaupmanna-
hafnar, búa fjögur fyrstu stúdentsár sín á Garði, sem svo
er nefndur, en að réttu lagi heitir húsið Regentsen, og svo
nefna Danir það. Það má segja um Garð, að þar eru marg-
ar vistarverur, enda var húsið upprunalega ætlað 100
stúdentum, og enn (1900) njóta 100 stúdentar þeirra
hlunninda, sem fylgja Garði, en nú verða nokkrir þeirra
að búa utan Garðs. Herbergjunum á Garði er skipt niður
í „ganga“, og eru þeir sex alls, en mismörg herbergi á