Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 51
MORGUNN
45
DULARGÁFUR LÖGMANNSDÆTRANNA.
Eftir frú Sigríði Briem í Hruna, orðlagðri merkiskonu,
hefir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi þessar sögur-
En frú Sigríður var dóttir Guðríðar Magnúsdóttur, lög-
manns, er var bróðir Eggerts Ólafssonar.
„Þau hjón, Magnús lögmaður Ólafsson og Ragnheiður
Finnsdóttir, biskups, áttu dóttur, er Þóra hét. Hún varð
að eins 4 ára. Það var merkilegt um hana, að þegar hún
hafði fengið málið, fór að bera á því, að oftast nær gat
hún á morgnana sagt fyrir, hvort gestir kæmu um dag-
inn, hvernig þeir væru klæddir, hvort þeir mundu sitja
meðan þeir stæðu við o. s. frv. Þetta var kallað „bull“ í
fyrstu. En svo var því hætt, er reynslan sýndi, að það,
sem hún sagði fyrir, gekk ævinlega eftir.
Aðra dóttur áttu þau, er Guðríður hét. Hún náði full-
orðinsaldri. Hjá henni brá forspá oft fyrir. Fór hún þó
dult með það- Hún var alin upp í Oddgeirshólum, hjá
Steindóri sýslumanni, bróður Ragnheiðar. Hann arfleiddi
hana og bjó hún á Oddgeirshólum eftir hann. Maður henn-
ar var Stefán Pálsson, prests á Þingvöllum, Þorlákssonar.
Steindór hét son þeirra, en Sigríður dóttir. Steindór var
snemma atgjörvismaður og að öllu hinn efnilegasti. Sig-
ríður var veikbyggð og óhraust á heilsu lengi framan af.
Steindór lærði í Reykjavíkur skóla. Þá er hann var þar,
en þær mæðgur heima, tók Sigríður eftir því á laugardag-
inn fyrir páska, að móðir hennar var venju fremur föl og
döpur. Spurði Sigríður, hvort hún væri veik. Hún sagði
það ekki vera. Sigríður spurði, hví hún væri svo föl og
döpur. Hún svaraði: „Það kemur eitthvað fyrir á þessum
degi að ári, sem hefir mikla þýðingu fyrir ykkur, börnin
mín“.
Næsta haust eftir þetta fór Sigríður til Reykjavíkur
með bróður sínum, er hann fór í skóla. Var hún þar um
veturinn við nám. Þann vetur lét Guðríður á sér skiljast,
að hún byggist við, að eiga skammt eftir ólifað. Og á laug-