Morgunn - 01.06.1943, Page 54
48
MORGUNN
„Fyrir mörgum árum var Skapti Jósefsson, ritstjóri
Austra, á skuldheimtuferð um Melrakkasléttu fyrir Gránu-
félagið á Akureyri og átti leið um Núpastíg, milli Raufar-
hafnar og Núpasveitar, en svo illa tókst til, að hann féll
af baki og tognaði í fæti, svo að hann varð ekki ferðafær.
Varð hann því að leggjast fyrir á bæ einum og var í
þungu skapi um kvöldið út af atburði þessum, því að hann
bjóst við, að þurfa að liggja lengi farlama. Um nóttina,
er Skapti var milli svefns og vöku, sá hann, að hurðinni
var hrundið upp, og kom þar inn maður. Þekkti Skapti
þar Jósef lækni Skaptasen föður sinn, en hann var þá dá-
inn. Skaptasen gekk að rúmi Skapta, fletti fötum af fót-
um hans og fór höndum um veika fótinn. Við það fannst
Skapta líða frá allur verkur, og fór Skaptasen því næst
út aftur. Eftir það sofnaði Skapti til fulls. Næsta morgun
voru mest öll sárindi úr fætinum, og Skapti var svo hress,
að hann gat haldið áfram ferð sinni“.
Þjóðs. Ól. Dav. II.
UNDIRVITUNDIN VAR ÍSLENZK!
I riti sínu um Islendinga í Danmörku segir dr. theol.
Jón Helgason biskup skemmtilega sögu af Jóhanni G.
Briem, sem að afloknu kandídatsprófi við Kaupmanna-
hafnarháskóla gerðist prestur á Falstri og sá aldrei ætt-
land sitt aftur, en andaðist hjá dönskum tengdasyni sín-
um, hart nær áttræður að aldri. Hann átti danska konu
og dönsk börn. Dr. J. H. segir svo frá:
„Séra Jóhann Briem var vel látinn sem prestur, en lét
lítið á sér bera. Um hann er sagt, að hann týndi smám
saman niður íslenzkri tungu, svo að hann brá henni ógjarn-
an fyrir sig. En er hann hafði lagzt banaleguna, var
dansJcan allt í einu horfin úr huga hans, en islenzkcm Jcom-
in í staðinn, hrein og óbjöguð. Varð þá að sækja til Kaup-
mannahafnar einn af íslenzkum frændum hans, til þess að
tala við hann, því að skyldulið hans, sem hann dvaldist