Morgunn - 01.06.1943, Page 55
MORGUNN
49
hjá, skyldi ekki tal hins deyjandi öldungs". Séra Jóhann
Briem andaðist árið 1880.
FEIGÐARDRAUMUR STEFÁNS SÝSLUMANNS
THORARENSENS.
Stefán sýslumann Thorarensen á Akureyri (d. 1901)
dreymdi í júní 1875, að hann væri staddur úti og horfði
til lofts. Þóttist hann þá sjá Jósef lækni Skaptason og
Pétur amtmann Hafstein ríða saman um loftið. Hann
undraðist mjög sjón þessa í svefninum og vaknaði við
það. Þá er Stefán vaknaði, grunaði hann, að skammt
mundi verða milli þeirra Jósefs og Péturs, enda rættist
það, því að amtmaður dó 24. júní, en Jósef dó 30. júní.
Eftir hdr. Jóns Borgfirðings. Þjóðs. Ól. Dav. I. Ak. 1935.
segir Sir Hugh Dowding um föllnu hermennina.
Það er óvíst að nokkur maður njóti almennari virðingar
og aðdáunar allra flokka og stétta í Englandi nú á tímum
en loft-marskálkurinn Sir Hugh Dowding, „maðurinn, sem
vann orustuna um England“, eins og hann er daglega kall-
aður þar í landi. Hann var yfirmaður enska lofthernaðar-
ins, meðan loftárásir þýzku flugvélanna voru harðastar.
Á hann settu milljónirnar traust sitt og afrek hans mun
geymast í sögu Englands um aldirnar.
I júní-byrjun sl. hóf Sir Hugh að birta í enska stórblað-
inu „Sunday Pictorial" greinaflokk, sem síðan hefir kom-
ið vikulega, og geisilega athygli hefir vakið. Greinarnar
4