Morgunn - 01.06.1943, Síða 56
50
MORGUNN
fjalla um hermennina. Raunar ekki þá, sem nú eru að
berjast í enska hernum, heldur um hina, sem eru fallnir.
Blaðið vekur athygli lesendanna á greinunum með þeim
ummælum um þær, að efni þeirra sé „eitt það merkileg-
asta, sem það hafi nokkuru sinni birt“.
Hinn frægi marskálkur lýsir yfir því, að hann sé sann-
færður spiritisti, „vegna þess“, segir hann, „að ég hefi í
höndum mínum orðsendingar frá mönnum, sem hafa fallið
í þessari styrjöld, orðsendingar sem frá engum geta verið
komnar nema þeim sjálfum".
Sannfæring Sir Hugh Dowding stafar frá uppgjafa-
hermanni og liðsforingja, er Gascoigne hét og er látinn
fyrir fáum árum. Orðsendingarnar komu fyrir miðilsgáfu
dóttur hans, frú Hill. Eftir að hafa kynnzt svo spiritisma,
að hún sannfærðist um framhaldslíf, tók hún að kynna
sér aðferðir til þess að fá samband og gera sjálf tilraunir
með ósjálfráða skrift. í fyrstu var allt, sem skrifaðist hjá
henni, ólæsilegt eins og barnaklór.
En „það var auðfundið“, segir hún, „að einhverjir voru
áfjáðir í að komast í samband, en einhvern veginn hafði
ég ekki nógan kraft til þess að hjálpa þeim. En með dá-
lítilli þolinmæði fór þó skriftin brátt að verða læsileg og
samanhangandi. Það var enginn efa, að það sem ritaðist
kom frá mönnum handan grafarinnar“.
Sir Hugh Dowding þykir svo mikils um þessa nýju
þekking vert, að hann vill ekki taka á sig þá ábyrgð að
láta hana liggja í þagnargildi, en birtir frásagnir hinna
föllnu hermanna með þessum ummælum: „Ég birti
almenningi þessar orðsendingar í þeim tilgangi ein-
um, að þær geti hjálpað syrgjendum til þess að losna
undan fargi þess harms, sem sé sjálfum þeim skaðlegur
og engu síður þeim til tjóns, sem syrgðir eru“. Hann
bendir enn fremur á það, að hinum föllnu hermönnum
virðist það verða til mikillar hugarhægðar að geta haft
samband við jarðneska menn og komið til þeirra orðsend-