Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 58
52
MORGUNN
blessunar, því að örðugt mun það reynast, þótt þegar hafi
verið reynt, að telja mönnum trú um það, að vitsmuni og
dómgreind skorti þann mann, sem með frábærum árangri
stjórnaði lofthernaði brezka heimsveldisins á mestu ör-
lagastund þess. J. A.
Trúum vér þessu enn?
Eftir séra Jón Auðuns.
Hvað hugsum vér nú um sumar þær sögur Gamla Testa-
mentisins, sem vér lásum og lærðum sem börn?
Trúum vér þeim enn, eða höfum vér lagt þær til hliðar,
eins og önnur leikföng bernskuáranna, sem vér teljum
oss vera vaxin frá, eftir að vér urðum fulltíða menn?
Ég held að flestir hafi tekið síðari kostinn, svo að hinar
heilögu sögur, sem bernskan trúði, séu sjaldan gestir í
sálum þeirra, nema þá sem óljósar endurminningar um
barnalega trú og barnalegan skilning.
Margir eru þeir, sem í þessum efnum vilja taka undir
með Þorsteini Erlingssyni, þegar hann yrkir um „bókina
mína“, sem honum fannst svo margir hafa skrifað í alls
konar heimsku og hégóma, að hann segir:
„En til þess að skafa bað allt saman af
er ævin að helmingi gengin“.
Hversu margir eru ekki þeir, sem misstu trúna á full-
orðinsárunum vegna þess að kirkjan hafði látið kenna
þeim margt í bernsku þeirra, sem hún hafði engin tök a
að sýna þeim fram á, að væri sannleikur, þegar efasemdir
fullorðinsáranna komu og tættu miskunnarlaust í sundur
hugmyndaheim bernskunnar og hennar trú?