Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 62
56
MORGUNN
vissulega hagar oft orðum sínum og athöfnum þannig, að
algerlega er ósamboðið hugmyndum vorum um Guð al-
föður.
HAGAR.
í sambandi við barnsmóður Abrahams, Hagar, verður
greinilegra sálrænna hæfileika vart. Hjónin Sara og Abra-
ham eru barnlaus og þá kemur Sara að máli við þernu
sína, Hagar, og segir við hana, að það muni verða betra
fyrir Abraham en barnleysi, að eiga barn með henni. En
þegar það kemur síðar í ljós, að þernan er með barni,
verður Sara afbrýðisöm og rekur hana út í óbyggða eyði-
mörkina. Hagar bíður nú dauði í auðninni, en þá sjáum
vér, að himnesk augu vaka yfir henni og ófædda barninu
hennar. I sorg hennar og hörmung birtist henni engill
Guðs í sýn. Hann talar við hana um vandræði hennar og
gerir hana forviða á því, að hann þekkir allan hennar
hag. Hann huggar hana og hún lætur að orðum hans, að
fara heim og bera þolinmóð harðréttið af hendi Söru.
Hagar snýr nú heim aftur og elur son sinn, sem hún nefn-
ir Ismael. En nokkurum árum síðar reiðist Sara henni
enn og aftur er Hagar rekin út í óbyggðina með drenginn
sinn. Vatnið þrýtur og þorstadauðinn í sinni ægilegu mynd
bíður móðurinnar með barnið. í örvænting sinni tekur
hún drenginn, að fram kominn, og leggur hann undir einn
runnann, en gengur sjálf lítið eitt afsíðis og segir: „Ég
get ekki horft á, að barnið deyi!“ Aftur verða hinar sál-
rænu gáfur hennar barninu og henni til bjargar. ójarð-
nesk vera talar til hennar, bendir henni á brunn, þar sem
hún fyllir vatnsbelginn og bjargar lífi barnsins. En upp
frá því var drottinn með ísmael og hann varð ættfaðir
fjölmennrar þjóðar.
Þannig sýnir saga Hagars oss þá sálrænu handleiðslu
geðri afla; sem vér getum þreifað á enn, ef vér leitum.