Morgunn - 01.06.1943, Side 68
62
MORGUNN
tjaldið skal helgast af minni dýrð“, segir Jahve við Móse.
En samkvæmt orðum Ritningarinnar sjálfrar var sú „dýrð
Jahve“ ekki þokukennt hugtak, ekki innantóm orð, eins
og þegar nú er verið að tala um dýrð Guðs í kristnum
kirkjum, heldur beinlínis birting sálrænna fyrirbrigða í
ljóss- og skýjahjúpum á hinum heilaga stað. í síðasta
kapítula 2. Mósebókar er þessari dýrð Jahve lýst með þess-
um orðum, sem taka af öll tvímæli um, að hér var um
geisilega sterkan sálrænan kraft að ræða:
,,Þá huldi skýið samfundatjaldið og dýrð Jahve fyllti
búðina . . . því að ský Jahve var yfir búðinni um daga, en
eldbjarmi um nætur, í augsýn allra ísraelsmanna, alla þá
stund, er þeir voru á ferðinni“.
Yfirleitt er öll bygging þessarar fyrstu kii’kju ísraels-
manna stórmerkilegt mál, sem ógerlegt er að skilja nema
út frá sálrænum forsendum. Kirkjan hefir týnt lyklinum
að þessum gömlu frásögnum Ritningarinnar og því verða
þær dauður bókstafur í höndum hennar og mönnum dylst,
hve merkilegar þær eru.
Þegar maður hugsar um guðsþjónustur kristinna manna,
eins og þær eru nú, og ber þær saman við guðsþjónustur
Gyðinga á dögum hins gamla sáttmála, eða guðsþjónust-
urnar í söfnuðum Páls postula, þar sem gerðust tákn og
stórmerki og sálrænn kraftur fyllti húsið, getur maður
naumast varizt því að spyrja sjálfan sig, hvort þetta sé
ekki eitthvað í ætt við það, að ,,hafa á sér yfirskin guð-
hræðslunnar, en afneita hennar krafti“.
Á ferðinni yfir eyðimörkina setti Móse samfundatjaldið
niður í nokkurri fjarlægð frá tjöldum lýðsins, og gerði
það vitanlega í tilgangi, sem út frá sálrænu sjónarmiði
er skynsamlegur, og oss er enn fremur sagt, að þegar Móse
gekk inn í tjaldið, til þess að leita sambands, hafi hver
maður staðið í sínum tjalddyrum og horft til samfunda-
tjaldsins, en að þegar Móse var kominn inn hafi andaver-
an, sem hann hafði samband við, birzt í skýkenndum