Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 68

Morgunn - 01.06.1943, Side 68
62 MORGUNN tjaldið skal helgast af minni dýrð“, segir Jahve við Móse. En samkvæmt orðum Ritningarinnar sjálfrar var sú „dýrð Jahve“ ekki þokukennt hugtak, ekki innantóm orð, eins og þegar nú er verið að tala um dýrð Guðs í kristnum kirkjum, heldur beinlínis birting sálrænna fyrirbrigða í ljóss- og skýjahjúpum á hinum heilaga stað. í síðasta kapítula 2. Mósebókar er þessari dýrð Jahve lýst með þess- um orðum, sem taka af öll tvímæli um, að hér var um geisilega sterkan sálrænan kraft að ræða: ,,Þá huldi skýið samfundatjaldið og dýrð Jahve fyllti búðina . . . því að ský Jahve var yfir búðinni um daga, en eldbjarmi um nætur, í augsýn allra ísraelsmanna, alla þá stund, er þeir voru á ferðinni“. Yfirleitt er öll bygging þessarar fyrstu kii’kju ísraels- manna stórmerkilegt mál, sem ógerlegt er að skilja nema út frá sálrænum forsendum. Kirkjan hefir týnt lyklinum að þessum gömlu frásögnum Ritningarinnar og því verða þær dauður bókstafur í höndum hennar og mönnum dylst, hve merkilegar þær eru. Þegar maður hugsar um guðsþjónustur kristinna manna, eins og þær eru nú, og ber þær saman við guðsþjónustur Gyðinga á dögum hins gamla sáttmála, eða guðsþjónust- urnar í söfnuðum Páls postula, þar sem gerðust tákn og stórmerki og sálrænn kraftur fyllti húsið, getur maður naumast varizt því að spyrja sjálfan sig, hvort þetta sé ekki eitthvað í ætt við það, að ,,hafa á sér yfirskin guð- hræðslunnar, en afneita hennar krafti“. Á ferðinni yfir eyðimörkina setti Móse samfundatjaldið niður í nokkurri fjarlægð frá tjöldum lýðsins, og gerði það vitanlega í tilgangi, sem út frá sálrænu sjónarmiði er skynsamlegur, og oss er enn fremur sagt, að þegar Móse gekk inn í tjaldið, til þess að leita sambands, hafi hver maður staðið í sínum tjalddyrum og horft til samfunda- tjaldsins, en að þegar Móse var kominn inn hafi andaver- an, sem hann hafði samband við, birzt í skýkenndum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.