Morgunn - 01.06.1943, Side 73
M 0 R G U N N
67
Að svo miklu leyti, sem unnt er að sanna, var engum
jarðneskum manni kunnugt um að gamli Jakob Chaffin
hefði gert nokkra aðra arfleiðsluskrá en þá, sem fyrst
fannst, óðara eftir andlát hans. Engum var kunnugt um,
að hann hefði falið hana í blöðum gömlu Biblíunnar, né
heldur um það, að leiðarvísinn að þessari arfleiðsluskrá
hefði hann saumað inn í fóðrið á gamla yfirfrakkanum.
Þetta mál vitraðist allt í draumi. Fólkið, sem hér átti hlut
að máli, var gersamlega áhugalaust um sálræn mál og
hafði alls enga þekking á þeim. Brezka Sálarrannsókna-
félagið lét rannsaka málið rækilega.
Önnur frásögnin hefir áður verið birt í riti Myers,
„Persónuleiki mannsins . . .“, það er „Sagan um Michael
Connolly".
Michael Connolly var bóndi í Chicadaw-fylki í Banda-
ríkjunum. Hann veiktist, svo að það varð að flytja hann
í elliheimili í 30 mílna fjarlægð frá heimili hans. Elliheim-
ilið hét Jefferson House. Eftir læknisaðgerðina tók hann
að hressast og fór að mega ganga um úti. Hann var að
ganga að gamni sínu inn í svínastíu, þegar hann hné ör-
endur niður. Rannsókn leiddi ekki í ljós neinar náttúr-
legar orsakir að dauða hans. Þá var símað til sonar hans,
að sækja líkið, sem fyrst var kistulagt í Jefferson House.
1 Ameríku er sá siður hafður, að hafa dálitla glerrúðu á
líkkistulokinu, svo að andlitið sé sýnilegt. Óðara og líkið
kom heim, féll dóttir gamla mannsins í ómegin og var í
því ástandi í fleiri klukkustundir. Þá lýsti hún föður sín-
um nákvæmlega eins og hann var klæddur, þegar hann dó,
sagði, að hann væri í hvítri skyrtu og hefði skó úr silki-
efni á fótunum. Því næst féll hún í ómegin í annað sinn.
I því ástandi birtist henni faðir hennar. Hann bað hana
að fara til Dubuque, sem er í 30 mílna fjarlægð, og sækja
þangað gömlu, gráu skyrtuna sína. Á innanverða skyrt-
una sagðist hann hafa saumað rauðan vasa úr efni, sem
væri úr gömlum kjól dótturinnar, og í vasanum væru seðl-
ar, — bankaseðlar. Fjölskyldan var rómversk-kaþólskrar
5*