Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 73

Morgunn - 01.06.1943, Side 73
M 0 R G U N N 67 Að svo miklu leyti, sem unnt er að sanna, var engum jarðneskum manni kunnugt um að gamli Jakob Chaffin hefði gert nokkra aðra arfleiðsluskrá en þá, sem fyrst fannst, óðara eftir andlát hans. Engum var kunnugt um, að hann hefði falið hana í blöðum gömlu Biblíunnar, né heldur um það, að leiðarvísinn að þessari arfleiðsluskrá hefði hann saumað inn í fóðrið á gamla yfirfrakkanum. Þetta mál vitraðist allt í draumi. Fólkið, sem hér átti hlut að máli, var gersamlega áhugalaust um sálræn mál og hafði alls enga þekking á þeim. Brezka Sálarrannsókna- félagið lét rannsaka málið rækilega. Önnur frásögnin hefir áður verið birt í riti Myers, „Persónuleiki mannsins . . .“, það er „Sagan um Michael Connolly". Michael Connolly var bóndi í Chicadaw-fylki í Banda- ríkjunum. Hann veiktist, svo að það varð að flytja hann í elliheimili í 30 mílna fjarlægð frá heimili hans. Elliheim- ilið hét Jefferson House. Eftir læknisaðgerðina tók hann að hressast og fór að mega ganga um úti. Hann var að ganga að gamni sínu inn í svínastíu, þegar hann hné ör- endur niður. Rannsókn leiddi ekki í ljós neinar náttúr- legar orsakir að dauða hans. Þá var símað til sonar hans, að sækja líkið, sem fyrst var kistulagt í Jefferson House. 1 Ameríku er sá siður hafður, að hafa dálitla glerrúðu á líkkistulokinu, svo að andlitið sé sýnilegt. Óðara og líkið kom heim, féll dóttir gamla mannsins í ómegin og var í því ástandi í fleiri klukkustundir. Þá lýsti hún föður sín- um nákvæmlega eins og hann var klæddur, þegar hann dó, sagði, að hann væri í hvítri skyrtu og hefði skó úr silki- efni á fótunum. Því næst féll hún í ómegin í annað sinn. I því ástandi birtist henni faðir hennar. Hann bað hana að fara til Dubuque, sem er í 30 mílna fjarlægð, og sækja þangað gömlu, gráu skyrtuna sína. Á innanverða skyrt- una sagðist hann hafa saumað rauðan vasa úr efni, sem væri úr gömlum kjól dótturinnar, og í vasanum væru seðl- ar, — bankaseðlar. Fjölskyldan var rómversk-kaþólskrar 5*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.