Morgunn - 01.06.1943, Síða 74
68
MORGUNN
trúar og hafði engan áhuga fyrir spiritismanum. Samt
var símað og spurt, hvað orðið hefði af fötum gamla
mannsins. Þau fundust bundin saman í böggul úti í húsa-
garðinum. Systkinin fóru til þess að sækja fötin og tóku
með sér mann til að vera vitni. Allt reyndist nákvæmlega
eins og dóttur gamla mannsins hafði vitrazt. Gráa skyrt-
an var þar með rauða vasanum, saumuðum á með stórum
nálarsporum, bersýnilega gerðum af karlmannshendi, og
efnið var úr gömlum, rauðum kjól, sem dóttirin hafði átt.
Gamli maðurinn hafði gengið að þessu með mikilli leynd,
því hvorki vissi dóttirin né aðrir, að hann hefði átt þessa
peninga, né heldur að hann hefði gert þennan vasa úr
rauða efninu. Önnur atriði í þessu máli voru- einnig f jöl-
skyldunni ókunn, eins og t. d. það, hvernig hann hefði
verið klæddur, þegar andlát hans bar að. Enn önnur atriði,
eins og t. d. peningaseðlarnir og rauði vasinn, voru eng-
um manni kunn. Richard Hodgson, hinn kunni vísinda-
maður um sálræn efni, rannsakaði málið, og gekk úr
skugga um, að staðreyndirnar voru allar eins og hér er
frá þeim sagt.
Þegar ég er nú búinn að lýsa þessum sígildu sönnunar-
gögnum, ætla ég nú að víkja að minni eigin reynslu.
Ég hefi ekki orðið spiritisti fyrir annara manna rann-
sóknir. I því sambandi skiptir það litlu máli fyrir mig,
hverjar uppgötvanir aðrir menn kunna að hafa gert, sann-
færing mín er grundvölluð á eigin rannsóknum mínum, og
þeirri sannfæring geta heldur engar efasemdir annara
manna haggað.
Árið 1900 vann ég að því ásamt öðrum, að koma upp
Spiritistakirkjunni í Portsmouth. Ég var forseti félagsins
og fyrirlesari. Þaðan fór ég til Vestur-Englands, en hafði
öðru hvoru bréfaskipti við vini mína í Portsmouth. Árið
1908 var ég að starfa í Clevedon, og þá var það eitt kvöld-
ið að ég var að njóta hvíldar eftir dagsverkið. Ég var
einn, og þá heyrði ég við mig sagt: „Farðu til Portsmouth
á morgun“. „Til hvers?“ spurði ég. „Þeir þurfa þín“, var