Morgunn - 01.06.1943, Side 78
72
MORGUNN
en einn bræðra minna. Ekkert af okkur starfrækti verulega
þessa hæfileika, enda var tilætlunin ekki sú, að við not-
uðum þá opinberlega. Við rákum tilraunir okkar í heim-
ilinu um níu ára skeið, og voru flest fyrirbrigðin líkamleg
fyrirbrigði. Það byrjaði með höggum á borð, þá tóku við
flutningafyrirbrigði, hlutir hófust í loft upp án þess nokk-
ur mannleg hönd snerti þá, og svifu í lausu lofti, t. d.
sveif um herbergið mjög þungt og stórt borð.
Með „planchettu“ fengum við í byrjun nokkrar óvissar
orðsendingar, sumar voru rangar, aðrar réttar, sumar
voru illa stafaðar, aðrar voru hvetjandi og enn aðrar ollu
okkur vonbrigðum, en með því að gera dálitla breytingu
á „planchettunni" náðum við betra árangri. („Planchetta“
er áhald, sem þannig er venjulega gert, að fyrst er gerð
plata úr pappa eða léttu tréefni, sem hvílir á 1—2 cm.
háum fótum, úr léttum, hálum málmi. Niður úr plötunni
gengur ritblý, „planchettan“ er síðan látin á pappírsblað,
rennur eftir blaðinu og skrifast þá með ritblýinu á blað-
ið.) Enginn okkar snerti „planchettuna“, við létum að
eins hendurnar hvíla á borðplötunni, og þann veg veit ég
að orðsendingar komu algerlega réttar og áreiðanlegar,
þegar ,,planchettan“ skrifaði sjálf og engin mannleg hönd
snerti hana. Einn þeirra, sem við þetta samband var, var
F. B. Chadwick. Hann skrifaði nafnið sitt með „planchett-
unni“. Þegar ég kom næst þar á eftir til Cardiff, fór ég
til bankastjórans hans, lagði fyrir hann þessa undirskrift
og spurði hann, hvort þetta væri ekki eigin handar undir-
skrift Chadwicks. „Ef þetta hefði verið skrifað með bleki
á ávísun, hefði ég óðara tekið hana gilda“, svaraði banka-
stjórinn. Ég hefi tekið á móti mörgum tugum, ég þori að
segja hundruðum, af skrifuðum orðsendingum og eigin
handar undirskriftum frá „planchettunni", þegar engin
mannleg hönd var henni nær en í 18 þumlunga fjarlægð.
Hvernig er unnt að skýra þetta öðru vísi en sem anda-
verknað ?
Af reynslu minni hefi ég lært, að skoða andaverurnar