Morgunn - 01.06.1943, Page 80
74
MORGUNN
sami gæti stafað með „planchettunni“ upplýsingar um
sig, sem við mundum síðan leita eftir, hvort væri réttar.
Næstu átján mánuðina fengum við meira en þrjátíu slíka
gesti. Ég ætla að segja frá einum þeirra, ég vil ekki birta
hið raunverulega nafn hans og nefni hann Frank Edwards.
Það var gamli vinur minn F. E. Chadwick, sem kom með
hann að borðinu til okkar. „Hversu gamall ert þú ?“ spurði
ég. „42 ára, ég smíðaði skipskatla fyrir skipakvína í Car-
diff“. „Varstu kvæntur?“ „Já, og ég átti þrjá drengi og
tvær telpur“. Nú sagði hann okkur skírnarnafn konu sinn-
ar og heimilisfang þeirra. „Hvenær andaðist þú?“ spurði
ég. „Fyrir tíu mínútum“, var svarið. Við gengum síðar úr
skugga um, að öll þessi atriði voru rétt. Tuttugu slíkar
sannanir fengum við. Það er áríðandi, að skynsamir menn
stjórni sambandinu beggja megin. (Við þurfum að kunna
að spyrja, þeir verða að kunna að svara spurningunum
og skilja þarfir okkar. J. A.) Við höfum fengið fjölda af
nöfnum og heimilisföngum, sem okkur voru algerlega
ókunn, og ég hefi farið 60 mílur frá Cardiff, til þess að fá
staðfesting á því að þetta væri rétt. Engin ein af þessum
orðsendingum til okkar hefir reynzt röng, en í mörgum
þeirra hafa þó verið skekkjur í einstökum atriðum. (Hér
virðist höf. eiga við, að t. d. hafi það fyrir komið, að hús-
númer hafi ekki verið alveg rétt eða þess konar smá-
skekkjur hafi verið um að ræða, en að orðsendingar „plan-
chettunnar“ hafi allar reynzt réttar að því leyti, að ævin-
lega hafi verið unnt að ganga úr skugga um, að það fólk
hafi raunverulega verið til, sem sagt var frá í samband-
inu, og er um það stórmikils vert. J. A.)
Það var einu sinni þriðjudagskvöld, er við hjónin sát-
um saman í kyrrð, að faðir minn kom til okkar. Við sá-
um hann bæði, og okkur sýndist hann vera eins og áhyggju-
fullur. Ég sá varir hans bærast, en orð hans gat ég ekki
greint. „Getur þú heyrt, hvað hann er að segja?“ spurði
ég konu mína. „Farðu og heimsæktu móður þína“, kvaðst
hún heyra hann segja. „Nú eru komin septemberlok, og