Morgunn - 01.06.1943, Síða 83
MORGUNN
77
komizt úr líkamanum. Þú getur þa'ð, ef þú vilt“. (Ef þú
ert að dáleiða einhvern, verður þú að muna að láta hann
ævinlega halda, að hann sjálfur geri allt, en þú ekkert.)
Kona mín komst nú út úr líkamanum, en hélt áfram að
tala í gegn um hann. „Litastu um og segðu mér, hvað þú
sérð“, bað ég. „Ég sé föður minn“. Hann hafði andazt
fyrir meira en fimmtíu árum, þegar hún var fjögurra
ára. „Getur þú talað við hann?“ „Já“. „Spurðu hann, hvar
Lionel sé“. Þá sá hún bjálkahús standa á miðri, stórri
grasflöt. Engin limgirðing var umhverfis flötina, en vír-
girðing var þar. „Það er eins og þetta sé kúrekaheimkynni.
Einungis hestar, en ég sé engar kýr. Ég sé gamla konu.
Það liggja fjögur þrep upp að bjálkahúsinu“. „Viltu biðja
pabba þinn að segja þér hvað húsið heitir?“ Mér til ósegj-
anlegrar undrunar kom heimilisfang í Florida. Nú sá kona
mín þrjá karlmenn koma ríðandi.
Ég skrifaði nú eftir þessu heimilisfangi til Florida og
fékk svar frá Lionel. (Þannig reyndist þetta að vera rétt,
þvert ofan í það, sem þeir bjuggust við, sem náðu í þessa
merkilegu vitneskju. J. A.)
Hr. Ernest W. Oaten lýkur þessum merkilegu frásögn-
um sínum með þessum orðum: „Þannig er byggt upp kerfi
af sönnunum, sem skoðanaandstæðingar vorir geta engan
veginn brotið niður“.
Light, 2. og 9. júli, 1942.
Að taka á fótum manna.
Þeir sem fornsögurnar lesa komast ekki hjá að veita
því athygli, að þegar einhver er vakinn af svefni, er það
venjulega gert með því að taka á fótum honum. Því miður
vekja nú fæstir á þennan hátt. Þó er það ekki að efa, að