Morgunn - 01.06.1943, Síða 85
MORGUNN
79
sennilegt, úr því að heilinn er aðsetur hugsunarinnar. En
ef hinn síðasti viðskilnaður verður með því móti, þá má
einnig ætla, að svo sé um alla skemmri viðskilnaði. Og
þá fer þetta um draumana að verða næsta eðlilegt og
skiljanlegt.
En hverju sem menn vilja trúa í þessu efni, og hvað
sem menn telja sig vita eða ekki vita um það, þá er það
góður siður að vekja með því að taka á fótum manna.
Hann ætti að verða almennur á ný.
Við þetta langar mig til að hnýta ofurlítilli athuga-
semd, því að enda þótt hún sé um annað efni, þá er það
þó ekki þessu óskylt. í síðasta hefti MORGUNS gat ég
um dæmi, sem virtust benda til þess, að fyrir ákafa löng-
un gæti það átt sér stað, að sálinni tækist í svip að ná
aftur meira eða minna valdi yfir líkamanum eftir andlát-
ið — en vitaskuld aðeins meðan viðskilnaðurinn var ekki
fullkomnaður. Fyrir hinu hafa (t. d. á miðilsfundum)
fengizt óteljandi sannanir, að eftir algerðan viðskilnað
er þetta ekki mögulegt. Síðan þá hafa nú, eins og vænta
mátti, úr því að málið var komið á dagskrá, verið tilfærð
fleiri dæmi um þetta. En með okkar þjóð virðast þeir
séra Steindór Briem og Grímur Thomsen enn vera einu
vitnin. Því er nú að þessu vikið aftur. Skyldu þeir engir
vera hér, sem þekkja samskonar dæmi úr eigin reynslu og
geta greint frá atvikum?
Sn. J.
Að morgni.
Fyrir jólin í vetur sendi ungur maður, Einar M. Jóns-
son, frá sér ljóðabók á markaðinn. Morgunn hefir ekki
séð sér fært að dæma bækur, nema þær, sem um þau mál
fjalla, er að einhverju snerta það málið, sem ritinu er