Morgunn - 01.06.1943, Side 87
MORGUNN
81
og fóstri, Jakob Jónasson, bóndi að Gunnarsstöðum í
Skeggjastaðahreppi, og Drauma-Jói voru góðir vinir, og
kom Drauma-Jói venjulega einu sinni eða tvisvar á ári í
heimsókn til vinar síns. Sagðist Jakobi Jónassyni, yngra,
þannig frá:
„Það var einu sinni að sumarlagi, skömmu eftir fráfær-
ur, þegar ég var níu eða tíu ára gamall, að Drauma-Jói
kom í heimsókn að Gunnarsstöðum. Afi minn var nýkom-
inn heim frá því að reiða tvö lömb fram á heiði, sem komið
höfðu heim og sloppið undir mæður sínar. l^þessari ferð
hafði hann orðið fyrir því óhappi, að týna vasahnífi, sem
var minjagjöf, og honum þótti ákaflega fyrir að hafa
týnt, en á öðrum kinnungi hnífsins var silfurplata með
nafni afa míns.
Þegar afi minn var að ljúka við að borða, var barið að
dyrum og var gesturinn Drauma-Jói.
Eftir að þeir vinirnir höfðu rabbað saman lengi kvölds-
ins, barst talið að óhappi afa míns með hnífinn, og man
ég það, að því er ég held orðrétt, að afi minn sagði við
Jóa, að ekki gæti hann gera sér annan greiða meiri en
þann, að láta sig dreyma hnífinn í nótt. Jói tók því mjög
dauflega, og kvað litlar líkur til þess, að hann gæti orðið
við bón afa míns, en kvaðst þó skyldi reyna. Raunar höfð-
um við heyrt margar furðusögur af Jóa, en það vakti
eftirtekt mína og gerði mér atvikið frá byrjun minnis-
stætt, að afi minn bað okkur börnin, að fara að hátta og
hafa hljótt, því að hann ætlaði að tala við Drauma-Jóa,
þegar hann væri sofnaður. En sá var hæfileiki Jóa, að oft
mátti engu síður tala við hann í svefni en í vöku.
Við börnin fórum nú að hátta í baðstofunni, en gættum
þess vel, að hafa á okkur andvara og sofna ekki, til þess
var forvitni okkar allt of mikil. Nú háttar Jói, en afi
minn fer ekki úr fötum og sýndi ekki á sér neitt snið til
þess.
Eftir örstutta stund fer Jói að hrjóta, en litlu síðar
heyri ég, að hann er farinn að tala upp úr svefninum. Þá
6